Heimili og skóli - 01.10.1956, Qupperneq 8
94
HEIMILI OG SKÓLI
sem beittu vinnuskólaðferðinni. Og
þar var margt lærdómsríkt að sjá,
Þegar ég fór að heiman, var ég mjög
Llynntur vinnuaðferðum í skólum og
hafði ofurlítið beitt þeim í kennslu
eins og fleiri íslenzkir kennarar. En í
hjarta mínu óttaðist ég alltaf, að
vinnuskólaaðferðin væri svo vanda-
söm, að hún mundi ekki vera við hæfi
allra kennara. Aðeins hæfustu kenn-
arar gætu beitt ihenni með góðum ár-
angri. Þessi skoðun mín byggðist með-
al annars á því, hve fáir hafa fetað í
fótspor Gautaborgarkennaranna í
þessu efni. En skoðun mín breyttist
talsvert í þessari ferð, og verður greint
frá því síðar.
Tvennt til fyrirmyndar.
Tvennt er það, sem ég öfunda
norska kennara mjög af. Annað er
lúðrasveitirnar í skólunum. Þeir hafa
lúðrasveitir í einkennisbúningum í
nærri því öllum barnaskólum. Þessar
lúðrasveitir koma fram við öll hátíð-
leg tækifæri, og þó einkum á þjóðhá-
tíðardaginn, því að þá taka allir skólar
þátt í skrúðgöngu hver undir sínum
fána. En hvernig eignast skólarnir öll
þessi dýru hljóðfæri? Það eru stofnuð
foreldrafélög til að safna fé fyrir hljóð-
færin. — Margir efnamenn leggja
þar fram ríflegan skerf. Þetta sameig-
inlega áhugamál myndar kynningu
milli foreldranna og skólans. Mér telzt
svo til, ef við ætlum að eignast svona
blásturshljóðfæri handa okkar skólum,
þá kosti þau 70—80 þús. krónur. Það
er því ekki auðvelt að feta þarna í fót-
spor frændaj okkar, Norðmanna.
Hitt atriðið, sem þeir standa okkur
langtum framar í, eru kennslubæk-
urnar. Norskar kennslubækur eru góð-
ar og smekklegar og fara batnandi. En
miklu fé eyða Norðmenn í útgáfu
kennslubóka. Utgáfan er frjáls og
keppa útgáfufélögin um að hafa sem
beztar og fullkomnastar bækur í boði.
Þar eru hvorki sparaðar góðar myndir
né góður frágangur. Þeir fá listamenn
sína til að myndskreyta bækurnar. Og
öll bókskreyting Norðmanna er þjóð-
lesr.
Reikningsbækur.
Um reikningsbækurnar er mjög
hörð samkeppni. Undanfarin ár hafa
reikningsbækur Ragnhildar Sohr ver-
ið mest útbreiddar, en nú sækir ný
reikningsbók fast fram. Heitir hún
„Nu regner vi“ og er kennd við aðal-
höfund sinn Aam. Johannesen. Báðar
þessar bækur hafa verið gefnar út á ný
á þessu ári í endurbættum útgáfum
og mjög til þeirra vandað. Eitt hefti
er fyrir hvert ár miðað við námsskrá
skólanna og aukáhefti handa þeim,
sem skara fram úr. Ég fékk þá hug-
mynd, að reikningsbókin „Nu regner
vi“ sé að ná meiri og meiri útbreiðslu.
En báðar eru þessar reikningsbækur
mjög vandaðar. Ragnhildur Sohr hef-
ur einnig á síðasta ári gefið út
kennslufræði (Metodikken i regning)
til að nota með bók sinni.
Nú vantar okkur reikningsbækur í
samræmi við námsskrána. Hvers vegna
staðfærum við þá ekki þessar reikn-
ingsbækur og gefum þær út? Notum
okkur reynslu Norðmanna í þessu
efni og sníðum þær eftir okkar náms-
skrá? Ég hygg, að það væri viturlegt,