Heimili og skóli - 01.10.1956, Page 10

Heimili og skóli - 01.10.1956, Page 10
96 HEIMILI OG SKÓLI Nýi barnaskólinn á Hlöðum i Þrándheimi (Lcedeskolen). eingöngu fyrir 1—3 bekk, byggja Norðmenn líka með 6 kennslustofum. Eru þeir mjög skemmtilegir. Mér var sýndur Ekebergsskólinn í Osló, sem er alveg nýr og tók til starfa í vor. Hann hafði alla kosti þessara nýju skóla. Þar ihefur verið myndað foreldrafélag og er fyrsta verk þess að safna fé fyrin bræðsluofni, svo að hægt verði að hafa leirbrennslu í skólanum. Næst verður safnað fyrir blásturshljóð- færum handa lúðrasveit. 'Þessir nýju, norsku skólar kosta 2—3 milljónir í norskum krónum. Svarar það til 5— 6 milljóna hjá okkur. Ég sá nýjan framhaldsskóla í Þránd- heimi, sem er mjög fullkominn að öll- um útbúnaði. Hann er hvort tveggja í senn gagnfræðaskóli og menntaskóli. Hann kostaði 2,6 milljónir króna. En það, sem er sérkennilegt við skipulag þessa skóla er það, að þar hefur ekki hver bekkur sína stofu, heldur hefur hver námsgrein sína stofu, og nemend- urnir flytja sig á milli stofanna. í hverri stofu er bókaflokkur í einni sér- grein lranda öllum nemendunum, svo að þeir þurfa ekki að koma með bækur að heiman. í göngunum er læst geymsluhólf fyrir hvern nemanda, þar sem hann getur geymt bækur og annað smávegis. Virðist þetta skipulag

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.