Heimili og skóli - 01.10.1956, Page 11

Heimili og skóli - 01.10.1956, Page 11
HEIMILI OG SKOLI 97 Vinnubrögð norskra barna i átthagafreeði. losa nemendur að mestu við skólatösk- urnar. Eg get hugsað mér, að þetta geti verið gott fyrirkomulag fyrir þroskaða nemendur í framhaldsskólum, en tæp- lega í barnaskólum. Einkum er þetta gott fyrir efnafræði, eðlisfræði og landafræði. Þar eru kennararnir kyrrir allan daginn og taka við hverjum bekk eftir annan. Er mjög fullkominn útbúnaður til tilrauna í þessum grein- um. í landafræðistofu eru ekki aðeins landakort, heldur einnig kvikmynda- vél og skuggamyndavél með filmu- söfnum. Norðmenn leggja mikla áherzlu á að útbúa skólana með full- komnum kennslutækjum. Nýjungar í kennslu. Vík ég þá aftur að nýrri kennsluað- ferð í norskum skólum, er ég kynntist. Um kennslutilhögun virtist mér eldri kennararnir nota mest hina gömlu að- ferð með lexíulestri, yfirheyrslum og samtölum. En hinir yngri notuðu meira vinnubækur, leirmótun, korta- gerð og teikningar í anda vinnuskól- ans. Og það vakti athygli mína, að æf- ingarkennararnir við kennaraskólana beittu yfirleitt vinnuskólaaðferðinni. Virðast Norðmenn ætla á þann hátt að koma þessum nýjungum inn í skóla sína, og er það hyggilegt. Þá leið ætt- um við einnig að fara. Það er ekki að- eins skemmsta leiðin, iheldur eina leið- in, sem fær er, til þess að koma nýj- ungurn inn í barnaskólana. Flokkavinnu æfingakennara kynnt- ist ég bæði í Þrándheimi og Osló. Ég kom í tíma til ungs manns í Þránd- heimi, sem beitti vinnuskólaaðferð og lét börnin vinna í flokkum. Hann fjöl- ritaði verðlaunablöð handa flokkun- um, en börnin lituðu þau. Eitt af þess- um verðlaunablöðum var fyrir kyrrð,

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.