Heimili og skóli - 01.10.1956, Page 18
104
HEIMILI OG SKÓLl
kæmu hingað heim að hausti, eftir nokk-
urra vikna dvöl á íslandi, og segðu að
skólastjórinn hefði ekki ýkt, ísland væri.
ævintýraheimur. Og þeim, sem horfa vildu
inn í þessi huldulönd, mimdi María sýna
allan hópinn, þar sem smáhestar tölta með
hann eftir grænum grundum, en að baki
rísa hvítir jöklar og blá fjöll.
Ollu öfugt snúið.
Kjötkveðjuhátíðin — karnevalinn — er
Jörfagleði mikil suður hér. Verða þá und-
ur mikil og skrípi, drykkjur ákaflegar og
dansar stignir. Ég var að hugsa um að
bregða mér suður ;til Kölnar á karneval,
því að ég hafði sannspurt, að eldar gleð-
skapar myndu loga þar glatt, og mig lang-
aði náttúrlega í svallið. En er hingað var
komið sögðu menn:
„Þú kemur mátulega í karnevalinn.“ —
Og úr því að hingað var komið á annað
borð, þá nennti ég ekki að fara að æða til
Kölnar, eiga á hættu að koma þaðan
timbraður eftir ókristilegt svall, en missa
hér af hóflegri skemmtan. Þess vegna
ákvað ég að halda mína Jörfagleði hér.
Svo hófsamlega var á haldið, að hér var
ekki nema einum degi varið til sjálfrar
hátíðarinnar, en víða annars staðar stend-
ur hún í þrjá sólarhringa. Þennan dag
voru hér skemmtanir ýmislegar, og vit-
anlega öllu öfugt snúið, siðareglur allar úr
gildi, og mátti hver átölulaust gera það
eitt, sem honum gott þótti.
í Austurlöndum.
Forboðar þess, sem koma skyldi, voru
augljósir á hádegi. Það er venja, að nem-
endur skiptast á um að annast framreiðslu
í matsal, en nú sátu frammistöðumenn
eins og matrónur við borð sín, en kennar-
ar sveittust með kyrnur og kollur frá eld-
húsi til matborða. Voru margir klæddir,
svo sem að sæmdi þeirra stétt, sumir í kjól
og hvítu með pentudúka á handleggjum,
aðrir skrýddir svuntum stórum. Var
óspart á þeim níðzt, svo að þeir voru á sí-
felldum þönum. Hávaði gerðist mikill í
matsal, reykingar upphófust, lestur blaða,
og annar sá ósómi, sem alla daga er út-
lægur, en hins vegar urðu hvorki áflog
né hnútukast, ropar engir né önnur búk-
hljóð, kokkar ekki ærumeiddir, og má því
segja, að gamall vegakarl af Holtavörðu-
heiði og háseti á síldardalli hafi séð hann
svartari.
Klukkan 4 hófst skemmtun yngri bam-
anna. Var þar athyglisverðast leikrit, er-
börnin höfðu samið um það, hversu sá
klóki Abú Hassan bjargaðist úr fjárþröng
mikilli. Var mjög gaman að þessu, einkum
vegna söngvanna og hljóðfæraleiksins, en
notaðar voru blokkflautur, tré- og málm-
slagverk. Tókst með þessu öllu að láta
músikkinna fá einræmislegan, austur-
lenzkan blæ, sem fór vel við hin purkun-
arlausu klækjabrögð Hassans, feitan sol-
dáninn og meyjarnar, er stigu dans í
dyngju drottningar hans. Hafði söngkenn-
arinn Siegler æft þetta, og luku menn
lofsorði miklu á störf hans.
Uppvakningar og afturgöngur.
Kvöldskemmtun kennara og eldri nem-
enda hófst klukkan hálf níu. Svo hafði
verið ráð fyrir gert, að gervi ættu helzt að
minna á eitthvað úr bókmenntunum, helzt
kunnar söguhetjur. Var þó vítalaust, ef út
af var brugðið, og fyrir því var málað á
mig skegg, stráhattur mikill fxmdinn,
mittislindi rauður og annað tiltækilegt,
svo að ég yrði brúklegur Mexíkani. Hins
vegar fór Kurt í peysu mikla, sem hann
hafði haft með sér utan af íslandi, límdi á
sig skegg, málaði fisk á spjald, fékk sér
veiðarfæri og gerðist þannig söguhetja
Hemingways í „Gamli maðurinn og hafið“.
Þegar inn í hátíðasalinn kom, bar margt
annarlegt fyrir augu. Salurinn var
skemmtilega skreyttur, og allir, sem þar
voru saman komnir, voru í hinum furðu-
legustu gervum, sumum mjög vel gerðum.
Þar var Mefistofeles úr Faust, Nomimar
úr Machbeth, Þrír slæpingjar úr Tortilla
Flat (Kátir voru karlar) Steinbecks,Uglu-