Heimili og skóli - 01.10.1956, Qupperneq 20

Heimili og skóli - 01.10.1956, Qupperneq 20
106 HEIMILI OG SKÓLI en brezki klerkurinn okkar, sem einnig er kennari hér, séra Geirþrúður, syngur lútherska messu. Ruddar nýjar brautir. Ég hef skrifað þessi minnisblöð í þeim tilgangi, að fleiri en ég ættu þess kost að kynnast skólanum hérna í Óðinsskógi. Ég hef gert það í þeirri von, að einhverjir vildu bera með mér saman það, sem hér er að sjá og heyra og hitt, sem við þekkj- um að heiman. Mér finnst hér margt að læra, og ég trúi ekki öðru en að margir verði mér sammála um, að það sé rétt. Ég held, að unglingarnir, sem nú eru að ljúka stúdentsprófinu, fari héðan sann- menntaðri, betur búnir undir lífið en jafnaldrar þeirra, sem útskrifast munu í vor úr íslenzkum menntaskólum. Það er ekki, að því er ég hygg, vegna þess að hin- ir fyrrnefndu séu betur fallnir til náms frá náttúrunnar hendi ,heldur sökum þess að þeir hafa notið skynsamlegri kennsluað- ferða, andað að sér öðru og betra lofti inn- an skólaveggjanna. Að sumu leyti liggja til þess eðliieg rök. Þessi skóli er upphaflega stofnaður til þess að ryðja nýja braut. Um hann stend- ur styrr. Þess vegna leita þeir hingað, sem einhverja hugsjón eiga, eitthvað nenna að gera. í þessu samþandi er það eftirtektar- vert, að það er fyrst nú frá áramótum 1955, að skólinn hefur getað greitt kenn- urunum sambærileg laun við það, sem þeir gátu fengið í hvaða ríkisskóla, sem var. Ágæt samvinna núverandi skólastjóra og yfirkennara, sem hvor á sínu sviði eru afburða skólamenn og sameiginlega óvið- jafnanlegir, hefur orðið til þess, að skól- inn hefur á örfáum árum tekið algerum stakkaskiptum og hafizt úr því ókynni, sem hann var kominn í á stríðsárunum, til þess að verða viðurkenndur einn fremsti skóli sinnar tegundar í öllu Þýzkalandi. Ég trúi því, að kennarar heima, einkum þeir, sem vinna við heimavistarskólana, séu mér sammála um, að hingað sé margt að sækja, sem verða má til fyrirmyndar, og ég gæti ímyndað mér, að t. d. kennur- um við Laugarvatnsskólann, en hann er að sumu leyti mjög hliðstæður skólanum hér, myndi þykja lærdómsríkt að koma hingað. E. t. v. væri mögulegt að koma á kennara- skiptum milli skólanna. Mér virðist í fljótu bragði, að það ætti að vera hugsan- legt, t. d. með kennara í öðrum tungumál- um en þýzku og íslenzku. V. Ég held einnig, að enda þótt skólarnir í borgum og bæjum séu fremur ætlaðir til þess að veita fræðslu en uppeldi, þá geti kennarar þeirra margt lært af starfs- bræðrunum hérna suður í Óðinsskógi, og víst er um það, að kennarar í þýzkum borgaskólum fylgjast nú með því, sem hér er að gerast, með sívaxandi athygli. Eitt er það ,sem ég hef ekki enn talað um, en nauðsynlegt er þó að drepa á, en það er hinn almenni skólabragur, eins og hann kemur útlendingi fyrir sjónir hér í Odenewald. Ég hef enn ekki séð hér eitt óþokkalegt hrekkjabragð. Ég hef aldrei séð eða heyrt neitt til unglings, sem mér finnst, að hann hefði þurft að skammast sín fyrir. Ég hef engan ungling séð, sem ber þess merki, að hann sé hræddur eða þústaður af umhverfinu. Hér virðast allir eðlilegir í framgöngu, kurteisir, hjálpfúsir og alúðlegir. Framan af var ég kynjafugl, en nú er ég orðinn heimamaður. Þau vita, að þýzkan mín er bölvuð, en það gerir ekkert til, því að þau vita líka, að ég gríp til enskunnar, þegar í harðbakkann slær ,og þá þykir þeim gaman að spreyta sig. Mér hefur verið sýndur sá sómi að vera boðið á bekkjaskemmtanir, en þar með tel ég, að tilvist mín hér hafi verið formlega viður- kennd. Ég uni mér því vel, vildi gjaman geta verið lengur. Af þeim sögum, er sagðar hafa verið héðan, vona ég ,að það hafi orðið ljóst, að hér er verið að hjálpa ungmennunum til þess að ala sig sjálf upp með því að skír- skota alltaf til hins jákvæða í vitund þeirra og leita leiða til eflingar þess. Hér er ekkert, sem heitir blind hlýðni, fátt

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.