Heimili og skóli - 01.10.1956, Síða 23
HEIMILI OG SKÓLI
109
Kennarafélag EyjafjarSar 25 ára
Aðalfundur Kennarafélags Eyja-
fjarðar var haldinn á Akureyri laug-
ardaginn 22. sept. s.l. Formaður fé-
lagsins, Hannes J. Magnússon, setti
fundinn. Fundarstjóri var kosinn Ein-
ar M. Þorvaldsson, en ritari Eiríkur
Sigurðsson.
Fyrst fóru fram venjuleg aðalfund-
arstörf, en að þeim loknum voru flutt
eftirtalin erindi og urðu nokkrar um-
ræður á eftir þeim.
Vetrarstarfið (Stefán Jónsson náms-
stjóri).
Kristindómskennsla í heimilum og
skólum (Vald. V. Snævarr, skólastj.).
Norskir skólar (Eiríkur Sigurðs-
son, yfirkennari). Hann sýndi einnig
nokkrar norskar námsbækur og upp-
eldismálarit.
Stefán Jónsson námsstjóri flytur rœðu.
Ýmislegt um uppeldismál (Þórarinn
Björnsson, skólameistari).
Um kennslutækni (Steingrímur
Bernharðsson, skólastj.). Hann sýndi
ýmis kennslutæki til notkunar við
lestrar- og reikningskennslu, sem
ekki hafa sézt hér áður. Einnig var
þarna sýndur nýr, danskur skólapenni,
„Penól“-penninn, sem gerður er eftir
fyrirsögn danskra skriftarsérfræðinga.
En Ihann fæst nú hjá ,,Penól“-umboð-
inu á Akureyri.
Loks flutti dr. Matthías Jónasson
erindi nm erfiðleika við kennsln van-
gefinna og afbrigðilegra barna, og
skýrði þar m. a. frá 'hvernig uppeld-
isfræðilegar rannsóknir geta komið
þar að góðu gagni.
Fundinn sóttu 45 kennarar auk
gesta.
Sameiginleg kaffidrykkja var að
Hótel KEA, en þar rakti Hannes J.
Magnússon sögu félagsins í fáum
dráttum þessi 25 ár, er það hefur starf-