Heimili og skóli - 01.10.1956, Síða 25
HEIMILI OG SKÓLI
111
Kennarafunclur á Vesturlandi
14. aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða
var haldinn á fsafirði dagana 13. og 14.
október.
Formður félagsins, Jón H. Guðmunds-
son, setti fundinn með rœðu.
Forsetar voru kosnir: Sveinn Gunn-
laugsson, Flateyri, og Friðbjöm Gunn-
laugsson, Patreksfirði.
Ritarar voru kosnir: Guðm. Ingi Krist-
jánsson og Guðni Jónsson.
Á fundinum voru mættir 32 kennarar af
félagssvæðinu og auk þess námsstjórarnir
Snorri Sigfússon og Þórleifur Bjarnason.
Kennarar barnaskólans á ísafirði buðu
öllum til kaffidrykkju á kennarastofu
barnaskólans.
Erindi á fundinum fluttu:
Þórleifur Bjarnason, námsstjóri: Sögu-
kennsla í skólum.
Snorri Sigfússon, námsstjóri: Uppeldis-
gildi sparnaðar.
Ragnar H. Ragnar, skólastjóri: Söng-
kennsla í skólum.
Meðal ályktana, er fundurinn gerði,
voru:
1. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða
álítur, að sparifjársöfmm skólabama, sem
Snorri Sigfússon, námsstjóri, hefur haft
frumkvæði að og barizt fyrir, sé fyrst og
fremst þýðingarmikið og merkilegt upp-
eldismál, sem miðar að siðgæðisþroska
barna og unglinga.
Þá hefur félagið komið sér upp dá-
litlu bókasafni, og eru í því nær ein-
göngu bækur um uppeldis- og
kennslufræðileg efni. Bækurnar eru
lánaðar félagsmönnum.
Stefán Jónsson námsstjóri árnaði fé-
laginu heilla á afmælinu og Snorri
Sigfússon rifjaði upp gamlar minning-
ar. Hann er nú heiðursfélagi Kenn-
arafélags Eyjafjarðar. Félaginu barst
heillaskeyti frá fræðslumálastjóra.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Hannes J. Magnússon, formaður, Ei-
ríkur Sigurðsson, ritari, og Páll Gunn-
arsson, gjaldkeri.
A fundinum urðu miklar umræður
og samþykktar nokkrar ályktanir og
meðal annars eftirfarandi:
„Aðalfundur Kennarafélags Eyja-
fjarðar, haldinn á aldarfjórðungs af-
mæli þess, telur að sú staðreynd blasi
nú þegar við augum, að hugur hinna
yngri kynslóðar stefni nú meir frá
framleiðslustörfum og líkamlegri
vinnu en telja verður æskilegt með fá-
mennri þjóð í lítt numdu landi.
Lítur fundurinn svo á, að þótt
benda megi á ýmsar ytri orsakir til
þess fyrirbæris, þá kunni þó aðrar
og lítt athugaðar ástæður að valda hér
miklu um.
Þess vegna telur fundurinn æski-
legt, að ríkisstjórnin skipi nefnd hæfra
manna til þess að at’huga uppeldis-
hætti þjóðarinnar nú, skemmtanalíf
og lífsvenjur með það fyrir augum, að
leitað sé að ágöllum, sem á þessum
þáttum í uppeldi hennar og menn-
ingu kunna að leynast og tillögur
gerðar til úrbóta.“
Fundinum var slitið laust fyrir mið-
nætti á laugardagskvöld.
Rúmlega 50 kennarar eru nú í
Kennarafélagi Eyjafjarðar. — E. S.