Heimili og skóli - 01.10.1956, Qupperneq 26

Heimili og skóli - 01.10.1956, Qupperneq 26
112 HEIMILI OG SKÓLl Þar af leiðandi ber foreldmm, kennur- nm og öðrum þeim, er bera umhyggja fyr- ir æskulýð landsins, að veita máli þessu allan þann stuðning, sem auðið er. 2. A) Aðalfundur Kennarafélags Vest- fjarða samþykkir að beina þeim tilmæl- um til fræðslumálastjórnarinnar, að hún hlutist til um, að Kennaraskóli íslands leggi meiri rækt við það en verið hefur, að búa nemendur sína undir kennslustörf í söng, svo að skólarnir reynist þess full- komlega megnugir að gegna hlutverki sínu á því sviði sem öðrum. B) Fundurinn telur, að nám fagurra, ís- lenzkra ljóða og sígildra sönglaga sé ár- angursríkasta leiðin til að vinna gegn og kveða niður ómenningu þá, sem stafar af auðvirðilegum og ómerkilegum dægurlög- um og dægurlagatextum, sem flestir eru af erlendum rótum runnir. Sökum þess telur fundurinn það aðkall- andi, menningarlega nauðsyn, að meiri alúð og rækt sé lögð við söngkennslu í barna- og unglingaskólum landsins, og telur að því fé sé vel varið, sem til þess er veitt. 3. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða lýsir yfir, að hann er því eindregið fylgj- andi, að Ríkisútgáfu námsbóka verði falið að hafa á hendi verzlun með öll þau kennslutæki, sem nauðsynleg eru talin hverju sinni fyrir skólaskyldustigið. Jafn- framt sé séð um það, að öll slík kennslu- tæki séu seld á sem hóflegustu verði. 4. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða beinir þeim tilmælum til Ríkisútgáfu námsbóka og Fræðslumálastjórnarinnar, að sjá um, að út verði gefnar sem fyrst myndir til starfrænnar kennslu í öllum lesgreinum barnaskólastigsins. Jafnframt beinir fundurinn því til Þórleifs Bjarna- sonar, námsstjóra, að hann leggi áherzlu á að fá gefnar út myndir þær, sem Gunn- laugur Sveinsson, kennari á Flateyri, hef- ur gert til notkunar í íslandssögukennslu. Fundurinn telur nauðsynlegt, að prenta eða fjölrita myndimar á vinnubókarblöð, svo að kennarar geti hagnýtt sér þær á auðveldan og aðgengilegan hátt í starfinu. Auk þess verði upplagið haft svo stórt, að hverju bami sé mögulegt að eignast þær. 5. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða lýsir því yfir, að hann fordæmir harðlega útkomu þeirra glæpa- og sorprita, sem svo mjög hefur borið á að undanförnu og stöðugt eru að fjölga. Jafnframt bendir fvmdiuinn á, að fjölmargir ábyrgir aðilar, bæði félagssamtök og viðurkenndir menn- ingarfrömuðir hafa sýnt fram á, að þau hefðu siðspillandi áhrif á æsku landsins. Fundurinn beinir því þeim tilmælum til forsvarsmanna þjóðarinnar og löggjafar- valdsins, að gerð sé tafarlaust gagnskör að því að stöðva útkomu slíkra rita. f stjórn félagsins voru kjörnir: Guðni Jónsson, ísafirði, formaður. Kristján Jónsson, Hnífsdal, gjaldkeri. Guðmimdiu- Ingi Kristjánsson, Mos- vaHahreppi, ritari. HEIMILI OG SKÓLI TÍMARIT UM UPPELDISMÁL Útgefandi: Kennarafélag EyjafjarÖar. Ritið kemur út i 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefti, og kostar árgang- urinn kr. 25.00, er greiðist fyrir 1. júní. Útgdfustjórn: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Eirlkur Sigurðsson, yfirkennari. Páll Gunnarsson, kennari. AfgreiÖslu- og innheimtumaöur: Ámi Bjömsson, kennari, Þómnn- arstræti 108, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Pósthólf 183. — Akureyri. Sími 1174. Prentverk Odds Bjömssonar h.f.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.