Heimili og skóli - 01.02.1959, Síða 7

Heimili og skóli - 01.02.1959, Síða 7
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 18. árgangur Janúar—Febrúar 1959 1. hefti Áriá okkar Árið okkar er gengið í garð. Það gengur við hlið okkar. Það leikur um okkur eins og andblær, stundum kald- ur — stundum hlýr. Við lifum andar- tök þess hvert af öðru í óendanlegri röð. Við notum tækifæri þess, eða not- um þau ekki, eftir atvikum. Arið 1958 er liðið og kemur aldrei aftur. Það er ekki lengur árið okkar. Öll tækifæri þess eru liðin hjá. Sólskin þess vermir okkur aldrei meir, — nepjur þess kæla okkur heldur ekki framar. Og árið 1960 bíður framundan. Það er ekki heldur árið okkar. Við vitum ekki, hvert í sínu lagi, hvort við fáum að njóta þess. Nei, aðeins þetta ár er árið okkar — árið, sem er að líða, og þó öllu heldur andartakið, sem er að líða. Það er okkar tækifæri. Misnotkun andar- taksins er kannski okkar stærsta synd — eða kannski aðeins það, að nota það ekki. Andartök allra ára eru eins og gullkorn, sem við oft látum renna um greipar okkar. Það er þó okkar eini fjársjóður. Það er kvöl okkar eða sæla, upphefð okkar eða niðurlæging, allt eftir því, hvernig á er haldið. . . Svona mikilvægt er andartakið — andartakið okkar. Já, það munu margir kveðja á þessu ári og hverfa sjónum okkar. En það munu líka margir koma og heilsa. Er- um við öll við því búin að taka á móti þeim? Er allt sópað og prýtt í þeim heimi, sem á að verða dvalarstaður þeirra? Er loftið hreint og heilnæmt í kringum þessa litlu nýkomnu gesti? Er þar nokkuð ljótt eða óhreint á sveimi. Vaggan og umhverfi hennar er heil- agur staður. Ekkert barn má fæðast inn í myrkur og kulda. Ekkert barn má anda að sér lofti, lævi blöndnu. Hvert einasta heimili er fyrst og fremst fyrir börnin. Ekki til þess að þau eigi að ráða yfir því, heldur til að veita þeim öryggi, hlýju, birtu og ástúð — en einnig aga. Þetta ár á að vera ár barn- anna okkar. H.J.M.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.