Heimili og skóli - 01.02.1959, Page 9

Heimili og skóli - 01.02.1959, Page 9
HEIMILI OG SKÓLI 3 ast. Þar eru styrjaldir efst á blaði með allri sinni viðurstyggð og manndráp- um, og er þar lítið dregið af í fréttum útvarpsins. Þá koma slysin, sjúkdóm- arnir, meiri háttar glæpir, alls konar náttúruhamfarir óhöpp og ógæfa alls konar. Ég er ekki að segja að hægt sé um vik að sneiða hjá þessu í fréttum útvarpsins. En það lítur oft svo út sem heimurinn sé barmafullur af alls kon- ar óhamingju og grimmd. Það geta komið tímar þegar meiri hluti frétt- anna eru af þessum neikvæða toga. Eréttum um vísindaafrek er að vísu ekki gleymt, en sjaldan heyrir maður fréttir af kærleiksverkum, mannúðar- starfi og manngöfgi. En af öllu þessu er þó til miklu meira af í heiminum en hinu illa. Þessar neikvæðu fréttir eru ekki til þess fallnar að vekja traust og bræðralag milli þjóða. Börn hlusta allmikið á fréttir út- varpsins. Hvaða áhrif hafa þessar stöð- ugu neikvæðu fréttir á þau? Munu ekki einhverjar spurningar vakna í sál þeirra, sem geta haft alvarleg áhrif á sálarlífið? Læðist þar ekki stundum inn tortryggni gagnvart mönnum og þjóðum, sem erfitt er að þurrka út? Já, tortryggni gagnvart heiminum og samfélaginu? Útvarpið hefur marga nemendur á heimilum landsins. — En umfram allt. Það má aldrei sýna okk- ur ranghverfuna á heiminum og mannlífinu. Þá er ég kominn að öðru grund- vallaratriði í starfi útvarpsins. Venur það ekki almenning af því að lesa? Venur það ekki menn af að hugsa? Það hefur ætlað sér það mikla hlut- verk, að dvelja fyrir heilli þjóð mik- inn hluta dagsins allt árið um kring. Velja eitthvað handa öllum, svo að engum þurfi að leiðast. Það gerir þetta efalaust af mikilli samvizkusemi og góðum hug. Þetta er rökrétt afleiðing af því ofskipulagi, sem við höfum búið við á síðustu árum. Það á að skipu- leggja okkur á þennan hátt. Þú átt að fá þeta í dag, góði minn, en hitt á morgun. Útvarpið er að gera alla að þiggj- endum. Það skammtar okkur hverjum og einum sína ögnina af hvoru. Það er að taka allt frumkvæði af okkur. Allt- af er dagskráin að lengjast, og þeir, sem af engu vilja missa, eru þarna í mestri hættu staddir. Þeir eru bókstaf- lega að verða þrælar útvarpsins. Annars er þetta engu minni sök hlustenda, ef um sök er að ræða. Það þarf kunnáttu og vissan þroska til að nota útvarpið á réttan hátt. En þeir, sem skki eiga þá kunnáttu og þann þroska, eru að drekkja sjálfum sér í útvarpsefninu, bæði lélegu og góðu. Ég vildi ekki missa útvarpið fyrir nokkurn mun af heimili mínu, en mér er samt Ijóst, að það felst mikil hætta á ofnotkun þess. í fyrsta lagi leggur það undir sig heimilið, svo að hvergi er friður. Börn og unglingar, sem stunda skólanám, verða þarna fyrir miklum truflunum, og það bókstaflega sljófgar hvern mann að hafa útvarpið opið all- an útvarpstímann. Slík venja venur mann af að hlusta. Með slíkri notkun er útvarpið ekki lengur menningar- tæki. Það getur jafnvel orðið for- heimskandi harðstjóri. Ég hef engin skilyrði til að dæma um, hve slík not- kun er almenn, en það er grunur minn, að hún sé ekki svo sjaldgæf. Það er sérstök list að kunna að

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.