Heimili og skóli - 01.02.1959, Blaðsíða 16
10
HEIMILI OG SKÓLI
Sambandið við aðra menn.
Jafnframt er lagt kapp á að afla sér
álits meðal annarra barna. En fjögra
ára barnið þarf þó engu síður á viður-
kenningu hinna fullorðnu að halda.
Og þegar á það þykir skorta, hrósa þau
sér sjálf og gorta mikið, bæði af afreks-
verkum sínum og af öllu því, sem þau
geta, og einnig af öllu því, sem „pabbi
minn“, og „mamma mín“ geta gert.
Vináttan við nágrannana er nokkuð
tilviljanakennd og stendur oft skamma
hríð. Börnunum sinnast oft, stjaka við
hvort öðru, skammast, og hlaupa heim
til mömmu og klaga.
Fjögra ára börn eru mjög kvik í
hreyfingum og fasi. Þau verða oft fyrir
árekstrum við umhverfið, en leysa þá
erfiðleika auðveldlegar en áður. Þó
þarfnast þau mjög halds og trausts,
pabba og mömmu, eða einhverra, er
geta komið í þeirra stað og veitt þeim
öryggi, hjálp og skjól, en sem jafnframt
skilja þau og tilraunir þeirra til að
leggja undir sig heiminn, skilja aðra
menn og sjálf sig.
Ern fimm ára börnin skynsöm?
„Fullorðinn maður fimm ára“, heit-
ir barnabók eftir Anka Borch. Bókar-
heitið er gott, því að í samanburði við
yngri börn, eru fimm ára börn mjög
margfróð og reynd. Þau hafa oft kom-
ist í hann krappann og sigrast á mörg-
um erfiðleikum. Það er eins og þau
komi út úr dimmum jarðgöngum í
bjart sólskinið. En þó eru enn mörg
sker á leiðinni, og fimm ára aldurinn
hefur bæði sínar dimmu og björtu
hliðar.
Með vaxandi aldri verður mikill
munur á börnum, þau mótast hvert og
eitt af því umhverfi, sem þau lifa í og
þeirri viðburðarás, sem verður á vegi
þeirra. Þau fá hvert og eitt sín sérstöku
vandamál við að glíma. En jafnframt
eiga þau mörg sameiginleg vandamál
við sameiginleg menningarskilyrði, svo
að samfélagið setur einnig sitt sameig-
inlega svipmót á þau, auk þess sem
alltaf er meira og minna sameiginlegt
með börnum á sama aldri.
Valdið yfir vöðvunum.
Fimm ára börn hafa lagt af og eru
orðín grennri og nettari en áður. Þau
eiga mjög auðvelt með alls konar
hreyfingar, en þó hafa hinir fíngerðari
vöðvar ekki náð þeirri nákvæmni og
leikni, sem þeir ná síðar. Fimm ára
börn geta t. d. ekki skrifað. — Ekki
saumað nema með mjög grófri nál með
stórum sporum og ekki geta þau prjón-
að. Hreyfingar augnanna eru yfirleitt
ekki svo öruggar, að þau geti lært að
lesa. Aftur eru börnin á þessum aldri
dugleg að klippa og líma.móta hluti úr
leir — teikna með grófum litum — og
þau kunna að fara með ýmis áhöld t. d.
hrífu og reku. Þau geta farið í knatt-
leiki, byggt úr kubbum, ekið hjólbör-
um, staðið á skíðum o. fl.
Málið er enn einfalt og viðhafnar-
laust. Enda hugsa þau og tala einkum
um einföld viðfangsefni. Þau verða að
taka ímyndunaraflið í þjónustu sína
þegar þau taka að brjóta heilann um
ýmis orsakasambönd, en við slíkt glíma
þau oft. Þau hugsa og spyrja, og draga
sínar ályktanir af, sem eru kannski
ekki alltaf rökréttar:
„Gestirnir máttu borða allar kök-