Heimili og skóli - 01.02.1959, Side 24

Heimili og skóli - 01.02.1959, Side 24
18 HEIMILI OG SKÓLI Af því, sem sagt hefur verið, er ljóst, að námsefni vangefnu barnanna þarf að endurskoða og miða það einkum við nánasta umhvefi og brýnustu þarf- ir. Þessi börn verða ekki menntamenn. Þess vegna er rangt að haga námi þeirra, eins og þau ættu að taka lands- próf að skyldunámi loknu. Börn með GV 85—75 geta að öllum jafnaði lært að lesa, skrifa óbrotið sendibréf og lít- ils háttar að reikna. Þetta þjálfar þá hæfileika, sem fyrir hendi eru og kem- ur því að fullum notum, þótt kunnátta í þessum greinum komi sjaldan að beinum notum síðar á lífsleiðinni hjá vangefnu fólki. Líkamleg störf bíða þessa fólks, þegar fullorðinsárin færast yfir. Námið í skólunum á að þjóna þeim tilgangi að búa einstaklingana undir það líf, sem bíður þeirra, og verður þeim tilgangi bezt náð í kennslu tornæmra barna á þessu stigi handavinnu, meðferð leirs og lita, teikningar og líkamsæfingar. Auk þess sem meðferð efnis í hverri mynd stuðl- ar að þroska handanna og nákvæmri skynjun, býr hún yfir möguleika til þess að ganga frá því hlutlæga yfir í hið huglægra. Sem dæmi má nefna, að rétt er að láta börnin telja og reikna með þeim smáhlutum, sem þau búa til eða vinna með, til þess að binda hug- tök bak við kaldar tölurnar. Ekkert vekur sjálfstraust barna jafn auðveld- lega og fljótt og föndur. Það stafar fyrst og fremst af því, hve skammt er milli upphafs og endis. Barnið sér ár- angur verka sinna, án þess að eftir- væntingu þess sé ofboðið. Verkrænn árangur er barni auðsærri en árangur andlegra starfa. Þetta stafaraf því, sem áður er tekið fram, að þroski til hug- lægs mats kemur tiltölulega seint til sögunnar hjá börnum, og hjá vangefn- um börnum er hann ef til vill aldrei fyrir hendi. Margir munu álíta, að til þess að kennsla þessara barna beri árangur og geti farið fram á þann hátt, sem þess- um börnum hæfir, þurfi skólarnir að auka við þau kennslutæki, sem fyrir eru. Það virðist, sem margir sjái rétta braut lokast vegna þessa. Það er að vísu rétt, að skólana skortir ýmis tæki, en ekki í þeim mæli, að ástæða sé til að láta hendur í skaut falla. Mar2:ir o skólar eiga kvik- og skuggamyndavél- ar. Þær eru að vísu góðar, en ókostur þeirra er sá, að nemandinn er óvirkur áhorfandi, meðan á sýningum stendur. Það hefur aftur þær afleiðingar, að athygli vangefnu barnanna orkar ekki að fylgjast með og ávinningurinn verð- ur minni en vænta mætti. Þetta á við, þegar vélar þessar eru notaðar sem kennslutæki. — Séu þær notaðar til skemmtunar, gera þær sama gagn hjá vangefnum börnum og öðrum. Þau fylgjast naumast eins vel með sögu- þræði og greind börn, en gleði þeirra yfir því, sem þau sjá og skynja, er þeim jafn mikils virði og þótt hún væri byggð á nákvæmri skoðun og dýpri skilningi. Þau tæki, sem hentugust eru við kennslu vangefinna barna, þurfa að miðast við það, að þau bindi börn- in við starf, að þau stuðli að bindingu hugans við verkefnið, létti starfið eða geri það mögulegt. Tæki eiga aldrei annan tilgang en þann að auðvelda það að ná ákveðnu marki. Þess vegna getur það tæki, sem það hefur búið til sjálft, verið barninu meira virði en hitt, sem því er fengið tilbúið til notk- unar. Með þeim hætti lærir það að bjarga sér á eigin spýtur og skilja eðli hlutanna. Skæri eru nauðsynleg

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.