Heimili og skóli - 01.02.1959, Qupperneq 26

Heimili og skóli - 01.02.1959, Qupperneq 26
20 HEIMILI OG SKÓLI náms. Hins vegar er. hægt að æfa hjá þeim verklag og vinnuhæfni, svo að þau verði fær um að leysa einföld störf af hendi. Þessi börn hafa oft einhvem hæfileika, sem getur orðið inntak lífs þeirra, ef hann nær að þroskast til hins ýtrasta. Þessi börn ættu ekki að vera fleiri en 8 í deild. Handbragð, athyglis- þjálfun og líkamsæfingar eru höfuð- viðfangsefnin. Börnin með GV 50 og lægri eru ekki skólahæf. Þessi böm þarfnast umönn- unar eða hjúkrunar á heimilum sínum eða hælum. Vandamál þeirra verða því ekki rædd hér nánar. Auk þeirra barna, sem reynast af- brigðileg um greind og aðra hæfileika, er einnig mikill fjöldi barna, sem eru sjóndöpur, heyrnardauf eða málhölt. Þetta hvert og eitt háir börnunum mjög við nám, þótt gáfur séu annars góðar. Margt fer fram hjá þeim böm- um, í daglegu h'fi og skólastarfinu, sem ekki hafa fulla sjón eða heym. Þau þarfnast því sérstaks skilnings og ná- kvæmni í skólanum. Það mun þó í fæstum tilfellum þörf á að stofna sér- deildir vegna þessara barna. Þessum börnum, einkum málhöltum, er hætt við vanmáttarkennd, og þurfa uppal- endur að forðast þá misbresti í upp- eldinu, sem slíku geta valdið. Mikill skilningur er ríkjandi á vandkvæðum þessara barna hér á landi, enda er mik- ið gert til að hjálpa þeim í skólum Reykjavíkur. Vanræktu börnin eru sá hópur af- brigðilegra barna, sem mestum erfið- leikum kann að valda í skólum. Þessi börn eru að því leyti erfiðari þraut til úrlausnar, að höfuðástæðan fyrir ásigkomulagi þeirra liggur ekki innra með þeim sjálfum, heldur í því um- hverfi, sem þau vaxa upp í. Þessi börn geta verið af öllum greindarstigum. Þau eru með hina ólíkustu skapgerð og hæfileika. Þau hafa það öll sameigin- legt að vera alin upp í mannskemm- andi umhverfi. Orsakir vandkvæða þeirra eru á heimilum þeirra. Þær geta verið margar og misjafnar. Sem dæmi þess, hvað valdið getur andlegum vandkvæðum þessara barna, gríp ég hér nokkur atriði af handahófi. Óheil- brigt dekur móður, sprottið af von- brigðum í ástum, fullkomið hirðuleysi vegna skemmtanafýsnar eða vöntunar á skyldurækni, heimilisófriður, drykkjuskapur foreldra, einstæðings- skapur móður, sem berst hinni góðu baráttu að sjá sér og sínum borgið, og margt fleira getur verið ástæða fyrir truflun á því jafnvægi, sem sálarlífi hvers barns er nauðsynlegt til eðlilegs vaxtar og þroska. Hvemg á skólinn að snúast við þeim vanda, sem honum mætir, þegar van- rækt böm koma til náms? Svarið við þessari spurningu er raunvemlega að- eins eitt: Það verður að bæta uppeldis- skilyrði þau, sem þau vaxa upp við. Ef það er ekki gert, verður árangur af námi lítill eða enginn. Það þolir enga bið að gera eitthvað, sem má verða þessum einstaklingum til hjálpar. Ef ekkert er aðhafst, líða bernskuárin hjá eitt af öðru í ófremdarástandi, sem get- ur valdið lítt leysanlegum vandamál- um á gelgjuskeiðinu. Skólinn verður að nota alla krafta, sem hann getur fengið sér til liðveizlu, til þessa björg- unarstarfs. Fái starfskraftar skólans sjálfs engu áorkað, gæti hann kallað sóknarprest og heimilislækni sér til aðstoðar. Ef allar tilraunir til þess að bæta umhverfi barnanna mistakast, verður að fjarlægja þau úr umhverfi sínu og sjá þeim fyrir öðru uppeldi. Það verður að staðsetja þessi börn í

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.