Heimili og skóli - 01.02.1960, Síða 8
2
HEIMILI OG SKÓLI
straumhvörf komið átakanlegar fram
en einmitt í listinni.
Þegar skólamálanefndin norska sat
á rökstólum og var að gera frumvarp
að nýrri skólalöggjöf, kom það í ljós,
að börnin hefðu þurft að hafa að
minnsta kosti 70 kennslustundir á
viku til að fullnægja öllum þeim
kröfum, sem fram komu um aukna
fræðslu. Svona er það á öllum svið-
um. Trúin á fræðsluna yfirskyggir
trúna á manngildið, manngöfgina.
Þekkingin gerir menn vitra, marg-
vísa og máttuga, en ekki alltaf góða.
Þekkingarleitina vantar auðmýkt góð-
vildarinnar og mannvináttunnar, þess
vegna fyigir henni ekki alltaf ham-
ingja.
Hin miklu og ævintýralegu vís-
indaafrek síðustu tíma, t. d. á sviði
náttúruvísindanna, og hin mikla vél-
tækni nútímans, eru sannarlega líkleg
til að geta skapað okkur farsæld í
framtíðinni, ef við erum nógu miklir
menn, með hjartað á réttum stað, til
að hagnýta okkur þessi gæði á réttan
hátt. Og þó vaknar sú spurning: Verð-
ur það mönnunum til hamingju, að
þessir tröllauknu og afkastamiklu
þrælar nútímans, vélarnar, taki allt
erfiði af manninum? Er ekki einmitt
lerfiðið hinn mikli þroskagjafi, sem
með óstöðvandi afli þrýstir mannkyn-
inu til sífellt hærri þroska og menn-
ingar? Hvað gerist, þegar erfiðinu er
létt af mönnunum? Þetta hlýtur að
vera umhugsunarefni allra, sem hugsa
fram í tímann.
Það leiðir af sjálfu sér, að á þessari
miklu fræðfsluöld höldum við uppi
margþættu skólakerfi. Þar verður
ekki aftur snúið, ,sem betur fer. Sam-
dráttur í skólamálum myndi valda
samdrætti í menningunni. En kann-
ski vantar okkur iekki mik|lu fleiri
skóla nema í samræmi við mannfjölg-
un á hverjum tíma, en okkur vantar
betri skóla og máttugri til persónu-
legra áhrifa ,skóla sem búa yfir enn
meiri uppeldismætti: Það er talað
um, að skólarnir kosti mikið. Góðir
skólar kosta aldrei of mikið? Kennar-
ar þyrftu helzt allir að vera hámennt-
aðir menn, sem með hæfnisprófum
væru valdir í þessar stöður. En til
þess að slíkt gæti tekizt, þyrfti kenn-
arastaðan að vera mjög eftirsótt staða,
og þá um leið vel launuð. Já, þótt ég
hafi gert kennslu og skólastjórn að
ævistarfi, já, kannski einmitt vegna
þess, játa ég með auðmýkt, að okkur
vantar betri skóla.
Ég segi það enn til að koma í veg
fyrir allan misskilning, að ég trúi á
fræðslu og þekkingu, en ekki einar
saman. Trúin á manngildið má þar
aldrei verða útundan. Ræktun til-
finningalífsins og viljalífsins má ekki
hverfa í skugga þeirrar ræktunar
vitsmunalífsins, sem nú ber svo mikið
á. Þarna sem víðar verðum við að
byrja á börnunum. Skólanám og bæk-
ur gera okkur vitra, en hvaða gagn er
að því, ef við kunnum ekki að gleðj-
ast og finna til mitt í allri hinni
hjartalausu véltækni? Maðurinn verð-
ur að gæta sín að verða ekki hluti af
vélinni, þá er saga hans öll.
Stundum þykir mér sem börn nú
tímans kunni ekki að gleðjast jafn
hjartanlega og í umkomuleysi fyrrí
tíma. Að minnsta kosti þarf meira ti
að gleðja börn nú en fyrir nokkrum
áratugutn. Er hjartað að kólna?