Heimili og skóli - 01.02.1960, Qupperneq 11

Heimili og skóli - 01.02.1960, Qupperneq 11
HEIMILI OG SKÓLI ræða, að gera sérkennslu einstakra barna að föstum lið í lestrarkennsl- unni. (Slík sérkennsla mun hafa verið hafin í Reykjavík s.l. vetur og einnig nokkrar tilraunir gerðar í sömu átt i Kópavogi. Kann svo að vera víðar, þótt ég viti það ekki.) Skal þá nefna nokkur atriði varð- andi sérkennslu barna, sem eiga við lestrarörðugleika að etja, og þó aðeins stiklað á stóru. Fyrst má nefna: Hvaða einkunn í lestri á að miða við í hverjunr aldurs- flokki og lrvenær er skynsamlegast að hefja sérkennsluna? Eins og áður segir ,er þetta hvort tveggja háð almennum þroska barns- ins og þyrfti sérfræðingur að skera liér úr í Irverju einstöku tilfelli. Verði því ekki við komið, er sú ein leið fær, senr raunar yrði alltaf fyrsta skrefið, að velja úr þau börn til sérkennslu, sem skera sig greinilega út úr meðal- lagi síns bekkjar unr lestrarleikni. Almennt má gera ráð fyrir, að slík kennsla væri til bóta síðari hluta vetr- ar í 8 ára bekk, nenra unr verulega vanþroska barrr sé að ræða. Hve mörg mega börnin vera og lrve lengi skal kennt lrverju sinni? Að ])ví er ég kenrst næst, mun al- gengt ,að höfð séu saman 3—4 börn, sem eru á svipuðu reki um lestrar- leikni. Kennslutími 20—40 mínútur, el'tir því sem á stendur. Sjálfur tel ég nauðsynlegt, ef von á að vera unr verulegan árangur, að börnin séu tek- in 4—5 daga í viku. Ýmist mun gert, að taka börnin út úr sínum reglulegu kennslustundum eða bæta sérkennsl- unni við skólatíma þeirra. Verður það að fara eftir aðstæðunr. Auðvitað er bezt, að lrafa börnin sem fæst. Sé um mjög erfið tilfelli að ræða, t. d. langvarandi stöðvun í framför, er oft- ast nauðsynlegt að kenna barninu einslega, að minnsta kosti í byrjun. Er þá konrið að kennslunni sjálfri. Mest veltur auðvkað á hæfni kennar- ans, kunnáttu lrans, æfingu og per- sónulegri nærgætni lrans við barnið. Þar til heyrir að hann geti skapað sér sæmilega aðstöðu unr húsnæði, lestr- arefni og tæki. Oft nrun ekki annrs kostur en notast við venjulega kennslustofu, en ég tel þó miklu væn- legra til árangurs, ef kennt er í sér- stöku lrerbergi, ekki alltof stóru, en hlýlega búnu og ekki ósvipað stofu eða herbergi á heimili. Það er einmitt mikilvægt skilyrði, að fjarlægja barn- ið lrinu venjulega skólastofuumhverfi og því andrúmslofti hópmennskunn- ar, sem því miður oft ólrjákvæmilega ríkir þar. Ég sé að rúnrið leyfir ekki að farið sé út í skýringar á eðli, upptökum og orsökum lestrarörðugleikanna, lrinunr ýmsu afbrigðum þeirra og hversu lrelzt skuli enduræfa í lrverju tilfelli. Auðvitað er nauðsynlegt, að sérkenn- arinn geti rætt við sálfræðing um lrvert einstakt barn að rannsókn lok- inni. Hér skal ég aðeins nefna. fáein alnrenn atriði að lokunr. Ekki nrá búast við skjótum árangri. Frunrskilyrði er, að kennarinn nái góðri sanrvinnu við barnið, konri franr \ ið það af skifningi og sem jafn- ingja. Erfiðleikarnir ligg ja ekki ósjaldan í geðrænni afstöðu barnsins, nrinnimáttarkennd þess og andúð á lestri. Því er nauðsyn að gefa sér góð-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.