Heimili og skóli - 01.02.1960, Side 13

Heimili og skóli - 01.02.1960, Side 13
HEIMILI OG SKÓLI 7 Ingimar Eydal kennari látinn Ingimar Eydal, kennari og ritstjóri, andaðist þann 28. desember síðastlið- inn, 86 ára gamall. Hann er fæddur að Stekkjarflötum í Eyjafirði 7. apríl árið 1873. Foreldrar bans voru þau hjónin Jónatan Jónsson, bóndi í Skriðu í Eyjafirði og kona hans, Sig- ríður Jóhannesdóttir. Þau voru fátæk eins og flest alþýðufólk í þá daga og varð Ingimar snemma að fara að heiman til að vinna fyrir sér. Þrátt fyrir fátækt, tókst honum að afla sér góðrar menntunar, fyrst í Gagnfræða- skólanum á Möðruvöllum, en síðar í Skotlandi og í Askov í Danmörk. Þeg- ar heim kom tók hann að stunda kennslu. Fyrst í Eyjafirði, en síðar við Barnaskóla Akureyrar, og kenndi hann þar í 30 ár og naut virðingar og vinsælda. Jafnframt fékkst hann mjög við opinber mál. Hann var í bæjar- stjórn Akureyrar í 17 ár og lengi for- seti hennar. Annars var ritstjórn ann- að ævistarf hans. Hann var ritstjóri Dags samtals í 20 ár. Þá vann hann mikið í þágu samvinnufélaganna og var í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga samfleytt í 34 ár. Ingimar var góðum gáfum gæddur. Hann var prýðilega vel ritfær, en sýndi jafnan hinn mesta drengskap í stjórnmálabaráttunni, því var hann vinsæll af öllum, og eigi síður af andstæðingum sínum. Hann var mikill og sterkur ræðumaður og skeleggur baráttumaður fyrir hug- sjónir sínar. Ingimar Eydal var ágætur kennari og skemmtilegur félagi. Þótt hann væri alvörumaður, bjó hann samt yfir mikilli kímnigáfu, og var því gott með honum að vera. Þær kennslu- greinar, sem honum þótti vænst um, voru móðurmál og saga. Ingimar var fjölhæfur maður og verður að telja Iiann einn af merkustu mönnum sinn- ar stéttar á fyrri hluta þessarar aldar. Hann hætti kennslu sökum aldurs ár- ið 1938. Hann var kvæntur ágætri konu, Guðfinnu Jónsdóttur, var hún ættuð af Fljótsdalshéraði og áttu þau 5 mannvænleg börn. Þess má að lokum geta, að Ingimar var lengi í stjórn Kennarafélags Eyja- fjarðar og um leið útgáfustjórn þessa rits. Lleimili og skóli vottar honum virðingu og þökk fyrir langt og far- sælt starf að uppeldis- og kennslumál- um. Guð blessi minningu hans. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.