Heimili og skóli - 01.02.1960, Blaðsíða 16
10
HEIMILI OG SKÓLI
samvizkubiti. Hann þarf að vita, að
allt þetta eru liðir í þroskaferli hans,
þegar' barn er að breytast í fullvaxta
mann. Ef hann veit það, þarf hann
ekki að taka hverju fyrirbæri með
ótta 02' kvíða.
o
Þessu byrjunarskeiði kynþroskaald-
ursins fylgir mikið svitalát. Til þess
að koma í veg fyrir hina óþægilegu
svitalykt, er nauðsynlegt að drengur-
inn þvoi sér reglulega um allan líkam-
ann og viðhafi að öðru leyti fullkom-
ið hreinlæti. Og svo loksins fer hon-
um að vaxa skegg! Þetta er merkisvið-
burður í lífi drengjanna, ekki sízt
hinna seinþroskuðu, sem farnir eru
að þjást af vanmáttarkennd gagnvart
öðrum, jafnöldrum, sem þarna eru
komnir á undan þeim.
Félagsleg samhæfni.
Allar líkamlegar breytingar kyn-
þroskaskeiðsins hafa í för með sér sál-
rænar truflanir. Þetta kemur ekki sízt
fram í tilfinningalífinu. Öll kirtla-
starfsemi líkamans breytist, en um
leið vaxa unglingarnir og þroskast
andlega. Þetta hvort tveggja veldur
því, að hið andlega jafnvægi fer úr
skorðum. Skapsmunirnir taka sífelld-
ar sveiflur. Unglingarnir verða að
samhæfa sig þeim nýju viðhorfum,
sem líkamlegar breytingar hafa í för
með sér ,og það er ekki alltaf svo áuð-
velt. Jafnframt þurfa þeir á nýjan
leik að fara að samhæfa sig samfélag-
o o
inu, þegar þeir eru ekki lengur börn.
Þeir þarfnast þolinmæði og aftur þol-
inmæði af þeim eldri. Það er raunar
ekki svo mikið, sem við getum fyrir
þá gert. Helzt er þó það að reyna að
skilja þá, taka létt á erfiðleikum
Jreirra. Við, hinir fullorðnu, ættum
kannski helzt að taka okkur í munn
orð hermannsins, sem var spurður að
því, hver væri fyrsta skylda hans á
hverjum morgni. Hann svaraði: „Að
hafa fægt byssuna kvöldið áður.“
Við eigum einnig að hafa það að
reglu að fægja byssuna kvöldið áður.
Það er að segja: Við verðum að brxa
okkur undir það, að vera vaxin því
uppeldisstarfi, sem bíður okkar, og
við verðum að hafa gefið drengjunum
okkar þær upplýsingar og leiðbein-
ingar ,sem þeir eiga heimtingu á. Og
við verðum að gera það áður en erfið-
leikar kynþroskaskeiðsins hefjast.
(Framh.).
Hamingjusöm bernskuár.
„Ég vildi óska, að öll börn ættu Jxess kost
að dvelja fyrstu tíu ár ævinnar fjarri götum
borga og bæja. Ef ég hefði átt börn sjálfur,
hefði ég viljað fórna miklu til að geta búið í
sveit — og ekki aðeins vegna líkamlegrar
heilsu barnanna. Ég hefði viljað láta þau
alast þar upp til þess að þau eignuðust minn-
ingar um gróður jarðar, minningar um him-
in, sem ekkert skyggði á, og angandi mold.
Allt þetta hjálpar börnunum til að sjá hlut-
ina í réttu ljósi. Á þessum bakgrunni myndi
allt það, sem síðar drífur á daga þeirra, öðl-
ast meiri fyllingu en hjá þeim börnum, sem
alast upp í bæjunum. Bæja- og borgabörn
eiga engar rætur. Þau eru fljót að hugsa, eru
snögg í hreyfingum og búa yfir talsverðri
mannþekkingu, en þau eru samt óþroskaðri.
Án þess að eiga minningar um lífið í sveit-
inni sem eins konar bakgrunn lífsins, verðum
við aldrei það, sem við gátum orðið. Jafnvel
Jxótt ég elski borgina mína, stend ég í mikilli
þakklætsskuld við sveitina, þar sem ég lifði
mín bernskuár. Þegar ég er áhyggjufullur,
leita ég aftur og aftur til þessara hamingju-
sömu bernskudaga. Og ég hef alltaf fundið
huggun og sálarfrið í minningunum um
angandi mold og litla þorpið mitt í sveit-
inni.“ — Thomas Burke.