Heimili og skóli - 01.02.1960, Page 19

Heimili og skóli - 01.02.1960, Page 19
HEIMILI OG SKÓLI 13 anlegu og dýrmætu stundirnar, sem við höfðum verið saman. Ég ætla að byrja svona: „Pabbi, manstu eftir, hvernig ég leit á heim- inn, þegar ég var sjö ára, eins og Jón er nú? Hann var þá bókstaflega full- skapaður. Þar var hver hlutur, þar sem hann átti að vera. Já, allt var gott, þegar þú varst hjá mér, jafnvel þótt þú værir sofandi. Lá þurfti ekkert að óttast. Ekki einu sinni skuggana af trégirðingunni okkar, sem þutu eftir múrvegginum á húsinu. Mér þótti þá sem öllu væri stjórnað með ör- uggri hendi, af því að það var rnaður eins og þú, sem fyrir öllu sást.“ Og ég ætla að minna hann á þá tíma, þegar yið systkinin veiddum ljósorma í rökkrinu, stungum þeim síðan í flösku og sýndum honum, eða þegar við fórum í knattleik við hann á ljós- um sumarkvöldum. En þó er það einkum einn ákveðinn dagur, sem ég ætla að tala um við hann. Mundi það ekki gleðja hann að komast að því, að ég gleymi honum aldrei, þótt nú séu liðin 30 ár síðan þetta gerðist! Morguninn hafði verið dimmur, og allt í einu vaknaði ég við eitthvert einkennilegt hljóð. Pabbi var að kveikja upp í arninum i svefnher- berginu. Þegar ég reis upp í rúmi mínu og neri augun, var allt her- bergið uppljómað af gulu, flöktandi ljósi, og þessi þægilega lykt af brenn- andi dagblöðum og furuviði barst að vitum mínum. Pabbi hafði haft þann sið að kalla mig alls konar kjánalegum gælunöfn- um: „Jæja, litli kútur. — Jæja, gamli kubbur minn,“ sagði hann stundum, og með þessum gælunöfnum skapaði hann umhverfis mig alveg sérstakt andrúmsloft — áhyggjulausa veröld, sem hvert barn að hans áliti átti heimtingu á að fá að lifa í. ,,Jæja, gamli,“ sagði hann þennan umrædda morgun, ,,þá rísum við á fætur og förum á veiðar í dag. Þú og ég — við tveir aleinir.“ Pabbi hafði alltaf lag á því að varpa ævintýra- bjarma á allar sínar fyrirætlanir, en þennan morgun sló hann öll sín fyrri met. „Upp með vettlingana!" sagði hann. „í dag er það dagurinn okkar. Nú steiki ég nokkrar pylsur yfir glóðinni. Þær geta áreiðanlega haldið lífinu í tveimur köldum körlum í nokkrar klukkustundir. Við getum verið komnir heim fyrir morgunverð." Pylsurnar brunnu auðvitað dálítið, þannig fór ætíð, þegar pabbi steikti þær, Og steiktu eggin urðu alltaf of dökk. En alla tíð síðan minnist ég bernskuára minna hverju sinni er ég sé brenndar pylsur og steikt egg. ,,Ja, pabbi minn,“ ætla ég að segja við þennan hálfáttræða mann, er sat nú við hlið mína á svölunum. „Það var svo sem ekki mikil veiði, sem við fengum í þessari fyrstu veiðiferð okk- ar, ekkert í samanburði við það, sem við fengum oft síðar .En það var eins og allt byrjaði þennan dag — trúnað- ur okkar og þörfin á að láta eitt yfir báða ganga. Auðvitað hefur einnig ilmiirinn af brennandi furuviði fyllt mig öryggi og sælutilfinningu — og þetta öryggi streymdi út frá þér, pabbi, þegar þú stóðst og kveiktir upp á arninum þennan morgun.“ En maður um fertugt getur ekki sagt svona hluti, að minnsta kosti

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.