Heimili og skóli - 01.04.1970, Qupperneq 9

Heimili og skóli - 01.04.1970, Qupperneq 9
gleyma aldrei fermingarheiti sínu og halda það dyggilega. Viltu flytja okkur nokk'ur lokaorð? Já. Ég vil þakkir færa: Fyrst föður hæða, fyrir vernd og handleiðslu á farinni lífsleið. Þá börnum öllum, sem ég hef kennt og kynnzt, fyrir alla lífsgleðina, sem þau hafa veitt mér. Einnig öllum mínum ágætu skóla- stjórum, sem hafa auðsýnt mér traust og að- stoð í starfi. Sömuleiðis samkennurum öll- um, fyrir gáska og vingjarnlegt viðmót. Að lokum öllum þeim mætu og mér kæru ein- staklingum og stofnunum, sem mig hafa upp frætt og stutt á lífsleið minni. En fyrst og síðast: Guði sé lof og hjartans þökk! Með þeim orðum lýkur viðtali okkar. Jón er enn ern og daglega finnur hann litlum lófum stungið í hendur sínar. Þetta eru lófar íslenzkrar æsku, sem leitar þar halds og trausts, því enn kennir Jón lestur, og þó að orkan sé minni en áður var, mun hann ætíð ganga fullshugar að kennslunni. Þeir sem hafa séð þau tilþrif finna, að þar fer saman leikni í meðferð málsins, öryggið í framkvæmd kennslunnar, kappsemi, glað- værð og gáski, en síðast en ekki sízt virðing hans fyrir barnssálinni og ást á ungri vax- andi kynslóð. Sé kennslustarfið unnið af hugsjón eins og margir vilja álíta að stundum sé gert, þá er Jón Júl. Þorsteinsson einn þeirra manna, sem þannig vinna. (Sú villa var i fyrri grein, að Þorvaldur FriSfinnsson var sagður Þorvaldur Friðriksson.) TIL GAMANS SÍÐA HÁRIÐ. Sonur okkar vildi endilega hafa sítt hár, jafn- vel þó að við foreldrarnir værum því andvíg. Oft reyndum við að fá hann til þess að fara til rakar- ans og að síðustu tókst það. Þegar klippingunni var lokið, sagði drengur- inn strax, að hann hefði verið klipptur alltof stutt. Daginn eftir, þegar hann kom heim úr skólan- um, spurði ég hann, hvort að skólabræðrum hans hefði ekki fundizt munur að sjá hann. „Jú, það er ábyggilegt,“ sagði hann. „Þeir dönsuðu í kringum mig og sögðu: Uh! Uh! Hver hefur tekið höfuðleðrið þitt?“ EFTIR BRÚDKAUPSFERÐINA. Þetta skeði fyrsta morguninn eftir brúðkaups- ferðina, þegar brúðurin var að matreiða í nýja eldhúsinu sínu. Brúðguminn beið spenntur eftir að sjá hversu fær konan hans væri við matreiðsl- una, en fram til þessa 'hafði hún komið sér undan að segja nokkuð um það. Brúðgumanum létti því mikið, þegar konan hans sagði: „Nú ætla ég að fara að hugsa um morgunmatinn þinn. Hvað langar þig í?“ Hann sagðist gjarnan vilja fá tvær pressaðar appelsínur, beikon og spælegg, ristað brauð og kaffi. í sama augnabliki komst hann að hinu sanna. „Nei, elskan,“ svaraði hún. „Það var ekki þetta, sem ég átti við, heldur hvort að þú vild- ir fremur kornfleks eða hrá hafragrjón“. GOTT RÁÐ. Davíð, sem var sex ára gamall, fékk greifingja- hvolp að gjöf frá félaga sínum, en þorði ekki að koma með hann heim, því að foreldrar hans vildu ekki hafa dýr í íbúðinni. Hann braut heilann um það lengi, hvað hann ætti að gera, til þess að sigra foreldra sína, og að síðustu datt honum ráð í hug. Hann færði móður sinni hvolpinn í afmælis- gjöf- IIEIMILI OG SKÓLI 29

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.