Heimili og skóli - 01.04.1970, Side 16

Heimili og skóli - 01.04.1970, Side 16
ÓLAFUR GUNNARSSON, sálfræðingur: Börn dn móiurmdb mðn menntunarshorti oð rötleysi nð brdð í tœhnifoddu þjóðfélogi Allmikið hefur verið rætt um flutning ís- lendinga til annarra landa að undanförnu. I því sambandi hefur verið rætt um laun á Islandi og í öðrum löndum, einkum í Sví- þjóð, mataræði í löndunum og kostnað við öflun hverskonar muna m. a. húsgagna og heimilistækja. Eitt mikilvægt atriði hefur þó að minni hyggju orðið hörmulega útund- an í þessum umræðum, en það er aðstaða íslenzkra barna, sem foreldrarnir kunna að taka með sér í atvinnuleit erlendis. Það, sem hér fer á eftir er endursögn greinar, sem ég skrifaði nýlega um finnsk börn, sem flytja með foreldrum sínum til Svíþjóðar. Aðstaðan myndi ekki verða al- veg sú sama hvað íslenzk börn snertir og skal ég gera nokkra grein fyrir mismunin- um í eftirmála. Kaflinn um finnsku börnin er þó að minni hyggju þess eðlis, að hann ætti að gefa íslenzkum foreldrum tilefni til vandlegrar íhugunar áður en þau hleypa heimdraganum og setjast að með börn sín í öðru landi. Greinin eins og ég samdi hana á sænsku og dönsku hefst á inngangi um norræna samvinnu, en þeim inngangi er sleppt í end- ursögninni. I innganginum benti ég m. a. á hvaða örðugleikar geta verið samfara víð- tækum flutningi vinnuafls úr einu landi í annað. Hefst nú endursögn greinarinnar: „Það fólk, sem mér er efst í huga eru Finnar og þá ekki sízt fólk úr Norður-Finn- landi, sem allt í einu fær vinnutilboð í öðru norrænu landi, oftast í Svíþjóð. Fái sá, sem er atvinnulaus fyrir eða aðeins hefur von um ígripavinnu í heimalandi sínu slíkt til- boð, er ekki nema eðlilega, að hann flytji til lands, þar sem honum er lofað góðum húsakynnum og stöðugri vellaunaðri at- vinnu. Þessi tiltölulega bjarta mynd er þó að- eins önnur hlið málsins. Hin hliðin og sú, 36 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.