Heimili og skóli - 01.04.1970, Page 18
munandi heimum. Heimi skólans, sem er
sænskur, og þar sem litla manneskjan á að
tala um allt á sænsku, og heimi foreldranna
þar sem allt fer fram á finnsku. Kennarinn
getur allavega huggað sig við, að hann getur
horfið að sínu sænska heimili, þegar skól-
anum er lokið á daginn, en barnið verður
eins og áður er sagt að skipta um málaheim
þegar síðustu kennslustund skólans lýkur.
Sænsk yfirvöld hafa lagt fram mikið fé
til að hjálpa innflytjendabörnum með því
að sjá þeim fyrir margra klukkustunda
sænskukennslu á viku auk venjulegu sænsku
t'manna. Þetta er oft mikil aðstoð en af
ýmsum ástæðum erfið í framkvæmd. I
fyrsta lagi skilja kennararnir sjaldnast
finnsku, en það gerir þeim erfitt fyrir, hvað
aðstoð við börnin snertir. I öðru lagi er ekki
öruggt að aðstaða barnanna sé slík, að þau
séu orðalaust reiðubúin að veita allri þess-
ari sænskukennslu, sem þau hafa ékki ósk-
að eftir, viðtöku. Grundvöllur þess að fólk
læri erlend mál er alltaf og alls staðar sá að
það vilji læra málin.
Það er barnaskapur að halda, að finnskir
foreldrar muni tala sænsku við finnsku
börnin sín á heimilunum. í fyrsta lagi
kunna foreldrarnir sjaldnast nógu mikið í
sænsku til að geta þetta. I öðru lagi er það
algilt lögmál að foreldrar tala eðlilega
móðurmálið við börnin sín, ef bæði eru
sama þjóðernis.
Vera má að skólinn sigri stundum í hin-
um leyndu tungumálaátökum milli heimila
og skóla. Þetta getur hæglega gerzt ef um
lík mál er að ræða eins og dönsku og norsku
eða norsku og sænsku. Sjaldgæfara verður
þetta ef móðurmál og skólansmál eru ólík
og móðurmálið styrkist af stöðugu sam-
bandi fólks af sama þjóðerni við heimili
barnanna. Niðurstaðan verður yfirleitt sú
að hversu mikið far, sem skólinn gerir sér
um að kenna börnunum mál skólans, þá
hlýtur ekki skólinn stuðning heimilanna
vegna þess, að þeirra mál er annað en mál
skólans.
Ef málið í því landi sem flutt er til væri
heimsmál eins og t. d. enska, myndu líkurn-
ar til að börnin lærðu það aukast. Ástæð-
urnar eru margar, en nefna má hið vel
þekkta enska langlundargeð gagnvart þeim,
sem misþyrma enskunni á hinn herfilegasta
hátt. Svipað langlundargeð er naumast finn-
anlegt annars staðar og reynslan sýnir, að
þeim mun færri, sem tala einhverja tungu,
þeim mun ofstopafyllri verða þeir hvað mál-
ið snertir.
Aðstaða margra finnskra barna í Svíþjóð
eða frá öðrum norrænum löndum verður oft
sú, að þau læra ekki málið til fullnustu. í
skólanum læra þau að lesa og skrifa sænsku,
en oftast með lélegum árangri vegna þess að
heimilið veitir ekki stuðning hvað málið
snertir. Heima læra þau að tala finnsku en
aðeins um vissa hluti. Heildarniðurstaðan
verður sú að um vissa hluti geta börnin að-
eins talað á sænsku um aðra aðeins á
finnsku. Þetta þýðir að þau kunna ekkert
mál fullkomlega.
Algengt er að þessi börn hætti skólanámi
of snemma og hafa því ekki í höndunum
prófskírteini, sem nauðsynleg eru til að fá
vinnu á vinnumarkaðinum, sem ekki er hin
einfaldasta, óhreinasta og verst launaða
sem um er að ræða.
Þetta fólk verður af eðlilegum ástæðum
rótlaust. Því finnst það vera í andstöðu við
þjóðfélagið og skilur sjaldnast, að það er
þess eigin vanþekkingu að kenna, að því
finnst þjóðfélagið taka á móti sér á nei-
38
HEIMILI OG SKOLI