Heimili og skóli - 01.04.1970, Síða 20

Heimili og skóli - 01.04.1970, Síða 20
BJARNI BJARNASON, LÆKNIR: HVER VILL DEVJA? LAMCiAlt l>ICi Al> II IÍTI A ItEVKINIilIN? Inngangur. Flest fólk vandist sígarettunni af fikti og yfirleitt reyndist það frekar auðvelt, áður en varir er það á valdi vanans. Ollum reyn- ist erfiðara að komast yfir hann en að láta hann ná tökum á sér. Þegar fólk er einu sinni byrjað að reykja, heldur það áfram vegna þess að því finnst það þurfa þess. Við verðum að viðurkenna að flestum finnst erfitt að svipta sig þessari nautn. Að ákvarða framkvæmdina og einbeita sér að því að láta ekki undan er það sem allt velt- ur á, til að sigrast á reykingum. Engin töfra- lækning er til og lesendur, sem bjuggust við því að þessi grein kæmi með einhverja ein- falda lausn, geta þegar hætt að lesa. Þessi grein er ávarp til þín, ef þú ert raunveru- lega áhyggjufullur vegna þess að þú reykir. Hún tékur enga ákvörðun fyrir þig, en hún getur lagt á borðið nokkrar staðreyndir til að staðfesta þig í ákvörðuninni að reykja ekki og gefið nokkrar raunhæfar leiðbein- ingar, sem byggjast á reynslu þeirra, sem hafa unnið sigur. Sjúkdómshættan er opin- ber hverjum reykingamanni, en tækifærin til að brjóta venjuna eru hagstæð, auk þess er um mikinn heilsufarslegan ávinning að ræða, peningasparnað og bætta aðstöðu til að beita áhrifum meðal fjölskyldunnar og annarra. Skynfærin skerpast og ná sér, sér- staklega ilman og smekkur og það veitir fullnægju að hafa sigrazt á hættulegum ávana. Að hætta reykingum krefst fórnar, en hún hefur í för með sér allan þann ávinn- ing, sem því fylgir að vera ekki reykinga- maður. Fólk getur farið í reykingabindindi æ ofan í æ og brotið það jafnt og þétt, en þeir sem taka það í sig að hætta með öllu tekst það venjulega. Alvarlegur vandi. Ef þú ákveður að hætta reykingum, er það sennilega vegna þess, að þú vilt losna við yfirvofandi sjúkdómshættu, sem af þeim 40 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.