Heimili og skóli - 01.04.1970, Side 28

Heimili og skóli - 01.04.1970, Side 28
gerzt nákvæmlega sama með hann og mig sjálfa fyrir mörgum —- mörgum árum. Og nú fundum við nýjan og dásamlegan stíg. Eg kærði mig nú kollótta um greinaflækj- urnar, sem urðu á vegi okkar og rifu alla sokkana mína, við kærðum okkur heldur ekkert um að þræða þennan stíg. Hér á þess- um slóðum gat svo sem vel verið, að bæði birnir og Indíánar yrðu á leið okkar. Kannski líka Rauðhetta og vondi úlfurinn. Við hlupum fagnandi um þetta ævintýra- land okkar. Við þrjú — móðirin — sonur hennar -— og litla stúlkan, sem ég hafði nú endurfundið. Drengurinn stakk litlu hönd- inni í mína, og lítil stúlka læddist inn í hjarta mitt, og á meðan leituðum við eftir dýrgripum undir stórum steinum og eltum fiðrildin í skóginum þangað til þau hurfu upp í bládjúpan himininn. — Við þrjú. . . . Við tvö. . . . Við aðeins eitt. . . . „Hér erum við vön að setjast niður og segja sögur,“ sagði hann. „Þetta er sérkenni- legur trjástofn. Finnst þér hann ekki aga- lega stór?“ „Jú, það finnst mér,“ svaraði ég, jafnvel þótt ég vissi, að einhverntíma seinna kæmi hann á þessar sömu stöðvar og þætti hann þá harla lítill. Og þarna sátum við á þess- um sérstæða trjástofni umkringd af risa- vöxnum eikitrjám, sem okkur þóttu þá vera, blómum af yfirnáttúrlegri stærð, og svo rán- dýrum. Ég hlustaði meðan Tom sagði frá, hvernig hann, þegar hann var orðinn stór, ætlaði að byggja sér kofa, einmitt á þessum sama stað og búa hér alltaf eins og Robinson Crusoe. Skuggar síðdegisins voru farnir að lengj- ast, og það var kominn tími til að halda heim. En skyndilega þaut Tom af stað en kom aftur með greip fulla af hálfvisnuðum fíflum, sem hann stakk í lófa minn. „Mér þykir svo vænt um þig, mamma mín,“ sagði hann. Ég vissi að þessi orð áttu ekki aðeins við hina fulltíða móður hans. Þeim var ekki síð- ur beint til þessa nýja vinar. Tom hafði fundið barnið í mér — barnið, sem við bæði höfðum uppgötvað inni í skóginum í dag — hið innra með mér. . . . Loks héldum við heim á leið. Ekki öll þrjú. . . . Aðeins tvö okkar. Því að litlu stúlkuna skildum við eftir á trjástofninum úti í skóginum. Þar átti hún að bíða til að verða okkur samferða á næstu gönguferð — næsta ævintýri. — En sem fyrst. Því að ég hafði lofað sjálfri mér því á þessari göngu- ferð, að ekki skyldi líða á löngu þangað til næsta ferð væri farin. (Til umhugsunar fyr- ir allar mæður. — Þýð.) H. J. M. þýddi. TIL GAMANS Enginn maður í allri veröldinni sefur eins fast og maðurinn minn, og þegar loksins er hægt aS vekja hann, veit ihann yfirleitt hvorki í þennan heim né annan. Ef dyrabjöllunni er hringt rýkur hann aS símanum. Og ef síminn hringir opnar hann dyrnar. Ég er aS verSa vön þessu smátt og smátt, en mér varS ekki um sel, þegar aS því var 'komiS, aS ég þurfti aS fara á fæSingardeildina, til aS fæSa fyrsta barniS okkar. Hvernig myndi þá fara, ef fæSingarhríSirnar byrjuSu um miSja nótt, eins og oft á sér staS? KvíSi minn varS sér heldur ekki til skammar.. Ég vakti manninn minn og sagSi honum, aS rná væri stundin komin aS leggja af staS til fæSing- ardeildarinnar. En þá tautaSi hann í svefnrofunum: „Lyklarrn- ir liggja á náttborSinu.... Aktu varlega!“ 48 HEIMILI OG SKÓIU

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.