Heimili og skóli - 01.04.1971, Síða 7
Kröfurnar um aukna
menntun
Barnaskólanómið i dag
Hvernig er islenzkur
skóli?
Hvernig er fram-
kvæmdin?
burð og eftirsótta atvinnumöguleika. Efnahagur batnar og Alþingi set-
ur lög um fræðsluskyldu. Æðri skólar rísa og grunnur að því fræðslu-
kerfi, er notað hefur verið fram til þessa.
Námið í dag, er þó það, sem við skulum staldra við og athuga betur.
Barnaskóli með mörg hundruð nemendur er að verða viðamikil og fjöl-
þætt stofnun, er krefst vel menntaðra, traustra og fjölhæfra kennara.
Fyrri tíðar skólar, lögðu mesta áherzlu á, að kenna mikið námsefni
á fáum mánuðum og þeir gáfuðu og námsþyrstu tóku hratt við. Skólinn
í dag, keppir að svipuðu markmiði, en til viðbótar kennslu margra
viðamikilla námsgreina, miðast skólastarfið, í síauknum mæli, að fé-
lagslegu uppeldi.
Margir spyrja: „Hvernig er íslenzkur skóli saman borið við skóla
annarra landa?“ Svör við þeirri spurningu verða ætíð afstæð, því þau
fara eftir viðmiðun, persónulegu áliti eða reynslu þess er svarar. Hér
á eftir drep ég á nokkur samanburðaratriði, sem flestir skólamenn
þekkja, en ég tel ekki öruggt, að allir foreldrar viti skil á. Þó svo væri
má gjarnan rifja þau upp.
Við Islendingar gerum svipaðar menntunarkröfur og aðrir Norður-
landabúar, þess vegna er sífellt verið að auka námsefni í barnaskól-
unum. Hliðstætt nám er í barnaskólum stórveldanna í austri og vestri.
Þó ekki minna. I Bandaríkjunum, er námsefni og námstími barnaskól-
anna nokkuð breytilegur, því að framkvæmd fræðslumála er í höndum
hvers ríkis.
Þó námsgreinafjöldinn sé jafn og annars staðar, segir það ekki allt.
Miklu skiptir, að framkvæmd kennslunnar, kennaramenntun og aðstaða
til námsins sé sambærileg.
Varðandi þessi veigamiklu atriði, höfum við íslendingar staðið höll-
um fæti. Við höfum að vísu skólahús og sum sæmilega góð. En svo
þröngt er í þeim að næstum alls staðar verður að tví- eða þrísetja. Eldri
deildir, sem aðjafnaði koma fyrir hádegi, eyða síðari hluta dagsins í
sókn sundurslitinna kennslutíma hér og þar í bænum. Dagsverkin verða
ódrjúg og heimanámið ekki stundað sem skyldi. Þessir stöku tímar geta
orsakað óstundvísi, einkanlega hafi barnið ekki klukku, ásamt hirðu-
leysi, því að það leggur ósjálfrátt annars flokks mat á fyrrnefnda tíma.
Sum börn nota millitíma í búðaráp og sælgætiskaup. Þetta á þó ekki
við nema um nokkur börn í hverjum skóla, en þau dreifa sælgætinu og
setja slæman svip á bekkinn sinn.
í áðurnefndum löndum, er næstum undantekningarlaust einsett í
skólana. 011 börnin koma í skólana milli klukkan 8 og 9 að morgni og
fara ekki heim fyrr en kennslu er lokið, en það er á tímabilinu kl. 2—4
heimili og skoli
27