Heimili og skóli - 01.04.1971, Qupperneq 8
Heimanámið litið
Kennaramenntunin
Laun kennara
Fámennt kennaralið
elur upp æsku heils
bæjartélags
Börnin taka kennarana
til fyrirmyndar
e. h. Bekkjarkennarinn kennir þeim flestar námsgreinar og annast að-
eins þá einu deild. Hádegisverður er fram reiddur í skólanum, börnin
koma í röð með bakkana og þau eldri skammta matinn. Stúlkurnar í
eldhúsinu hafa þar aðeins yfirumsjón. Kennari merkir við þau börn er
máltíðir fá, en þær eru greiddar mánaðarlega og verðið miðað við
greiðslu á matarefni. Víða greiða bæjarfélögin fyrir fátæk börn.
Að skóladegi loknum hafa börnin lítið heimanám og að jafnaði ekki
yfir helgar. Álitið er, að þá eigi börnin frí eins og þeir fullorðnu. Ekki
sé rétt, að þau ein þurfi að vinna, er aðrir hvílast. Af þessu sést, að
framkvæmd námsins, er mjög bundin húsnæðinu.
Kennaramenntun barnakennara hefur farið fram í Kennaraskóla Is-
lands. Námið er 4 ára sérnám eftir gagnfræða- eða miðskólapróf með
tilskyldum lágmarkseinkunnum. Þá hafa stúdentar tekið kennarapróf
eftir eins til tveggja vetra nám. Nú liggja fyrir Alþingi drög að lögum
um breytta kennaramenntun. Þar er gert ráð fyrir að skólinn verði
kennaraháskóli, þar sem kennaranemar hefji sérnám, að loknu stúdents-
prófi. Þannig yrði skólinn hliðstæður sambærilegum skólum á hinum
Norðurlöndunum. Komi þetta til framkvæmda, óttast margir að útilok-
að reynist að fá menntaða kennara við sveitaskóla og í fámenn kauptún.
Byrjendalaun kennara eru nú um 21 þúsund á mánuði, er greiðist
12 mánuði á ári og vinnuskyldan 40 stundir á viku í 11 mánuði. Þar
sem kennarar vinna ekki nema 9 mánuði á ári í kennslustarfinu, verða
þeir að skila 49 stunda vinnuviku á starfstímanum. Þessa staðreynd
gera sér fáir ljósa. Margar stéttir þjóðfélagsins gætu einnig haft þriggja
mánaða sumarfrí, ef þær skiluðu 49 stunda vinnuviku aðra mánuði
ársins. Laun kennara skipta miklu máli, þar sem erfitt er að fá kenn-
ara, því að meðan næg atvinna er, þá munu kennarar sem aðrir setjast
þar að sem þeir helzt vilja dvelja og ekki binda sig eingöngu kennslu-
störfum. Ef rétt væri á haldið, þyrfti að vera hægt að velja úr þjóðinni
til kennslustarfa og foreldrar vita, að góðum kennara verður varla greitt
of mikið. Hér á Akureyri eru innan við 60 manns, er að nokkru leyti
ala upp og kenna öllum börnum bæjarbúa. Það hlýtur að vera nokkurs
virði, að þar sé valinn maður í hverri stofu. Eg vil um leið undirstrika
það álit mitt, að ég tel að skólarnir á Akureyri hafi jafnan haft óvenju-
lega samstætt og gott kennaralið, það sanna mýmörg dæmi, en hinu meg-
um við ekki gleyma, að séu umsóknir ekki fleiri en stöðurnar, er það
heppnin sem ræður, en ekki val þeirra, sem við eiga að búa. Við vitum
öll, að börn taka mjög eftir hegðun og framkomu kennaranna og þau
eru harðir gagnrýnendur. Þá kennara er þau laðast að taka þau til fyr-
irmyndar á édnn eða annan hátt, beint eða óbeint. Framhald.
28
HEIMILI OG SKÓLI