Heimili og skóli - 01.04.1971, Page 13

Heimili og skóli - 01.04.1971, Page 13
Bátnum var brýnt í heitri sandfjöru og þar var svo legið við allan daginn, synt og svamlað í fljótinu og legið í sólbaði á ströndinni. Hitinn var þennan dag 37 gr. C. þannig að það var afar gott að veltast í fljót- inu á milli þess, sem við sóluðum okkur og nutum hinna beztu kræsinga. Jórunn smurði okkur með olíu, en þrátt fyrir það brunnum við dálítið. Þarna voru og gerðar fyrstu til- raunir til að standa á vatnaskíðum. Flest- um okkar tókst það eftir margar og miklar byltur. Um kvöldið var ég t. d. dreginn á skíðunum með 50 km. hraða eftir þessu mikla fijóti Norður-Ameríku. Okkur verð- ur þessi sunnudagur áreiðanlega ógleyman- 'legur og þær dýrðlegu móttökur þeirra hjóna Jórunnar og Pat. Ef einhver, sem þessar línur les, skyldi verða svo heppinn að fara slíka námsferð, þá hvet ég þann hinn sama til að hafa sam- band við Jórunni Sweeney strax og komið er í skólann. Meðan námskeiðið stóð, var mikil hátíð hjá bæjarbúum þarna í Decorah, sem þeir kölluðu Nordic Fest. Hátíðahöld og skemmt- anir stóðu í 3 daga, dansað var á götum bæjarins og margt um manninn. Okkur var sagt að á þessa hátíð kæmu um 50 þúsund gestir víðs vegar að. Einn liður í hátíða- höldunum var það að nemendur námskeiðs- ins héldu skemmti- og kynningarkvöld sam- eiginlega. Allar þjóðirnar 5 skyldu leggja nokkuð af mörkum. Við Islendingar sýndum litskuggamyndir frá íslandi og spiluðum plötu undir, þar sem skáldið Davíð frá Fagraskógi las „Askinn“ með sinni kraft- mikfu og hrjúfu rödd. Ahorfendur og áheyr- endur urðu mjög hrifnir af þessu sem von var. Þá sungum við nokkur lög og svipað gerðu hinir. — heimilx og skóli Komið er undir námskeiðslok. Hópurinn dreifist um Bandaríkin, því flestir ætla að skoða sig meira um, áður en heim er hald- ið. Eftir mánaðar dvöl hafa þátttakendur kynnzt innbyrðis, — og sumir jafnvel all náið, — svo kveðjustundin verður sumum þungbær. En hætta skal leik, þá hæst stend- ur og við Islendingarnir kveðjum þennan fagra stað og höldum suður til Washington. Áður en við vitum af erum við stödd í höfuðborg Bandaríkja Norður-Ameríku. Þar vorum við í rúma 2 sólarhringa, skoð- uðum söfn og komum á helztu staði, svo sem Hvíta húsið, þinghúsið, fórum upp í Washingtonminnismerkið, Nálina, merki Lincolns, Arlingtonkirkjugarðinn að gröf Kennedys o. fl. Einnig sigldum við upp Potomac ána og komum á búgarð Washing- tons forseta og að gröf hans þar á Mount Vernon. Þar eru afar fagrir blómagarðar. Seinni hluta dags fórum við karlmennirn- ir út og komum ekki heim á hótelið fyrr en liðið var á kvöldið. Er við knúðum dyra hjá dömunum til að forvitnast nú um, hvað þær hefðu aðhafzt um kvöldið, ætluðu þær lengi vel ekki að hleypa okkur inn, — höfðu tví- læst og keðju fyrir dyrum. Loksins, eftir að hafa úttalað okkur á móðurmálinu, all hressilega, opnuðu þær fyrir okkur. Það var heldur ljót aðkoma. Þarna lágu þær tvær og tvær undir sæng og ríghéldu hver utan um aðra og nötruðu af hræðslu. Auðvitað urð- um við mjög hissa á þessu. En loks er þær máttu mæla kom í ljós, að fyrr um kvöldið er þær ætluðu út að skoða lífið heyrðu þær sírenuvæl mikið og sneru til baka vegna glæpamannahættu. Gekk þetta svo til allt kvöldið, að sífellt væl var í bílum alveg við hótelið. Þær gerðu því skóna, að þarna væri lögreglan að eltast við glæpona, jafnvel inni 33

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.