Heimili og skóli - 01.04.1971, Side 19

Heimili og skóli - 01.04.1971, Side 19
staklingurinn haft svo mikið svigrúm á at- hafnasviði lífsns. Það bjóðast svo margir atvinnumöguleikar, að enginn með meðal hæfileika og sanngjarnar kröfur, þarf að hnda sig við vinnu, sem hann eða hún kær- ir sig ekki um — þetta á ekki sízt við þá, sem hlotið hafa góða menntun. Þetta allt er auðvitað á engan hátt full- nægjandi svar við áhyggjumáli æskunnar varðandi stöðu þeirra í tilverunni og sam- félaginu. Hún krefst meira en valfrelsisins. Hún vill finna, að hún á ítök og hefur áhrif á gang málanna, að hún geti bætt heiminn — jafnt fyrir aðra sem sjálfa sig. Eg held, að unga kynslóðin hafi meira vald, heldur en hún gerir sér grein fyrir. Það er rétt, að það er erfitt að skipuleggja þróunina, erfitt að framfylgja umbótunum. En það dylst engum, að völdin eru í hönd- um fárra manna, sem vilja hindra umbætur, af því að þeir vilja halda þjóðfélaginu eins og það er. Aðalástæðan er hins vegar, að enginn — enginn háskólarektor, enginn for- stjóri stórfyrirtækis, má sín svo mikils, að hann geti breytt hlutunum í einu vetfangi. Það er ekkert, sem tekur algerum stakka- skiptum vegna þess, að einhver leiðtogi með tignarnafnbót, gefur fyrirskipanir. Fyrir- mæli skulu gefin af staðföstu, mikilsmetnu fólki. Ef þetta fólk er ekki sjálfu sér sam- kvæmt í tilskipunum sínum, gerist ósköp lítið, eða jafnvel eitthvað allt annað en ætl- að var. Stundum fer það líka á annan veg. Ef nógu margir finna, að eitthvað þarfnast breytinga, þá verða forráðamennirnir að fylgja kröfunni, ef þeir vilja halda stöðu sinni og áliti sem leiðtogar. Ef stúdentarn- ir krefjast, að reglum háskólans sé breytt, þá verður þeim breytt; og ef borgararnir fara fram á, að eitthvað verði gert til varn- ar umferðaróhöppum eða mengun, þá verð- ur eitthvað gert. Völd eru ekki eirikaréttur aðeins 'fyrir nokkra áberandi menn. Mikilvægar umbæt- ur koma ætíð smám saman í ljós, sem árang- ur af margþættri samvinnu margra manna, sem fylgja þó mismunandi stefnum. Sérhver, sem lætur til sín taka, hefur áhrif á úrslit- in og hefur því óbein völd. Reyndar er bilið milli kynslóðanna ekki svo breitt sem látið er. Eg held, að ungu kynslóðinni kæmi það mjög á óvart, ef hún vissi, hve margir afturhaldssinnaðir borg- arar aðhylltust hugsjónir þeirra. Tímaritið Fortune gerði nýlega skoðanakönnun meðal valdaleiðtoga og bað þá að nefna, hvaða markmið væru efst á baugi hjá stjórn Banda- ríkjanna. Röð mikilvægustu atriðanna var þessi: Friður í Víetnam, verðbólgustöðvun, án þess að auka á upplausn atvinnumálanna, öflugri aðstoð viðkomandi vandamálum stórborganna, og gegn erfiðleikum samfara íátæktinni. Skoðanakönnun meðal ungu kynslóðarinnar mundi e. t. v. ekki leiða það sama í ljós, en ég er sannfærður um, að flest ungt fólk er sammála mér, að þrjú framan- greind markmið eru mjög mikilsverð. Eg lít á þetta sem sönnun þess, að sérhvert ung- menni getur fundið sér sess innan þjóðfé- lagsins, án þess að svíkja sjálft sig og hug- sjónir sínar. Það er ekki auðvelt að vera bæði óháður einstaklingur og virkur aðili innan samfé- lagsins. En það er hægt. Ef maður ætlar að hafa samstarf við aðra, og halda þó áfram að vera sjálfum sér samkvæmur, verður maður að geta fundið jafnvægi á milli sjálf- stæðis og sjálfsmats annars vegar og sam- starfsvilja og sjálfsstjórnar hins vegar. Eigi heimili og skóli 39

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.