Heimili og skóli - 01.04.1971, Side 24
Vandamál barnanna þegar foreldrarn-
ir fá vinnu í ókunnu landi, geta orðið
enn meiri en foreldranna — þau lœra
ef til vill aldrei neitt mál til fullnustu.
Sænski skólasálfræðingurinn Olafur
Gunnarsson skrifar þessa grein að
mestu leyti um finnsk börn, en hún
fjallar einnig um öll innflytjenda
börn.
NORRÆN samvinna þróast stöðugt flest-
um til gagns og gleði en það sem valdið get-
ur erfiði og áhyggjum í sambandi við nor-
ræna samvinnu er, þegar á allt er litið, smá-
munir einir, en fyrir einstaklinga getur ver-
ið um mikilvæga hluti að ræða og það er
engum til góðs að um sé þagað.
Það sem fyrir mér vakir, eru þeir erfið-
leikar, sem stundum er við að etja, þegar
miklir flutningar eiga sér stað á vinnumark-
aði frá einu landi til annars. Mestum erfið-
leikum veldur þegar fjölskyldur, sem ekki
skilja eða tala neitt Norðurlandamál, eiga
allt í einu að aðlagast aðstæðum í landi,
sem þær áður þekktu aðeins að nafninu til.
Það fólk sem ég á hér við eru Finnar og þá
sérstaklega fólk frá Norður-Finnlandi, sem
skyndilega býðst vinna í einu hinna Norður-
landanna, til dæmis Svíþjóð.
Ef maður, sem er atvinnulaus eða hefur
ótrygga atvinnu í heimalandi sínu, fær slíkt
tilboð er eðlilegt að hann án þess að hika
flytji til lands, þar sem góð íbúð og stöðug,
vellaunuð vinna er í boði. Þessar tiltölulega
björtu framtíðarhorfur eru þó aðeins önn-
ur hlið málsins. Hin hliðin, sem í fyrstu er
ekki tekið nóg tillit til eru börnin, sem að-
komufjölskyldurnar hafa með sér til nýja
dvalarlandsins, sem ef til vill einnig verður
þeirra nýja föðurland.
Málið.
Þegar fjölskyldurnar koma til nýja lands-
ins, fær fjölskyldufaðirinn og stundum
einnig móðirin oftast nær vinnu í verk-
smiðju, strax eftir komuna. Foreldrarnir
44
HEIMILI OG SKOLI