Heimili og skóli - 01.04.1971, Page 26
við að lífið reynist börnum þeirra auðvelt.
Ef börnin eru svo heppin að flytjast áður
en þau byrja í skóla, eru nokkrar líkur á
að þau læri svo mikið í máli nýja landsins,
að þau standi sig sæmilega í skólanum.
Þetta á sérstaklega við, ef á nýja staðnum
er leikskóli, sem ekki er þegar ofsetinn og
ef foreldrarnir hafa verið nógu forsjál til
þess að koma börnunum þar fyrir, en það
er ekki alltaf víst.
Margir finnskir foreldrar geta ekki einu
sinni hringt á leigubíl á Norðurlandamáli
og því síður, geta þau fundið leikskóla og
talað hjálparlaust við stjórnendur hans.
Þetta ætti að hvetja það þjóðfélag sem tek-
ur við þessum innflytjendum til þess, að
veita þessum fjölskyldum hjálp, er aukið
gæti aðlögun barnanna að skólanum, sem
þau sækja. Öllu erfiðara er fyrir þau börn,
sem eru það gömul, að þau hafa byrjað
skólanám í Finnlandi og síðan fyrirvara-
laust flutzt í sænskan skóla. Stundum spyr
maður sjálfan sig hvor fyllist meiri örvænt-
ingu, samvizkusamur kennari, sem ekki get-
ur fengið nýja nemandann sinn til þess að
skilja orð af því, sem hann eða hún segir,
eða nemandinn, sem fyrst um sinn stendur
utan við hið nýja skólasamfélag. Maður
verður þó að álíta, að barnið sé verr sett,
þar sem þessi litla mannvera verður nú allt
í einu að lifa í tveimur heimum, skólan-
um, þar sem aðeins heyrist ókunnugt mál
og heimilinu, þar sem móðurmálið er talað.
Kennaranum verður það nokkur huggun í
erfiðleikum sínum, að geta farið heim til
sín þegar skólinn er búinn, en barnið verð-
ur að breyta um tungumál, þegar síðasti
kennslutíminn er úti.
T ungumálastríðið.
Sænsk yfirvöld hafa af miklu veglyndi
reynt að hjálpa börnum innflytjenda, með
því að veita þeim nokkurra tíma sænsku-
kennslu á viku, auk venjulegu tímanna.
Þetta er oft til mikillar hjálpar, en af ýms-
um ástæðum erfitt í framkvæmd. I fyrsta
lagi skilja kennararnir oft ekki finnsku, svo
það veldur þeim erfiðleikum að hjálpa
börnunum. I öðru lagi er það engan veginn
víst, að börnin samþykki og aðlagist allri
þessari sænskukennslu, sem þeim allt í einu
er veitt, án þess þau hafi beðið um hana.
Alla jafna er undirstaða þess að nema er-
lent mál sú, að maður óski raunverulega
að læra það.
Það er barnalegt að ætla, að finnskir for-
eldrar tali sænsku við börnin sín á heimil-
unum. I fyrsta lagi kunna foreldrarnir næst-
um aldrei nógu góða sænsku til þess að geta
það og í öðru lagi er það almenn regla, að
allir foreldrar tala móðurmál sitt við börn-
in, ef báðir foreldrar eru af sama þjóðerni.
Annað mál er það, að skólinn sigrar stund-
um í þessum tungumála átökum milli heim-
ilis og skóla. Þetta kemur oft fyrir þegar
tvö mál líkjast hvort öðru eins og til dæmis
danska og norska, eða norska og sænska.
Sjaldnast gerist það, ef móðurmál for-
eldranna er mjög ólíkt máli skólans og mál
heimilanna styrkist við daglega snertingu
við fólk frá gamla föðurlandinu. Ef málið
í landinu, sem flutzt var til, væri heimsmál
eins og til dæmis enska, væru meiri líkur á
því, að börnin lærðu það sæmilega. Meðal
annars vegna hins þekkta, enska umburðav-
lyndis gagnvart þeim, sem misþyrma ensk-
unni látlaust. Sams konar umburðarlyndi
þekkist varla annars staðar, en því minni
46
HEIMILI OG SKOLI