Tækni - 01.06.1943, Síða 14

Tækni - 01.06.1943, Síða 14
D = þvermál stærra reimhjólsins í metrum. d = — minna ------------- - — Sé mögulegt að koma því við, ætti að hafa fjarlægðina meiri. b. Reimdrif með strekkihjóli. Þegar fjar- lægðin milli ásanna verður að vera lítil, er þetta drif oft notað. Því er svo fyrir kom- ið, að sérstakt hjól liggur á þeim hluta reimarinnar, sem upp snýr, og strekkir hana, eftir því sem hún tognar eða gefur eftir. Hjóli þessu er ávallt komið fyrir við minna reimhjólið. Strekkihjólið er ýmist fergt með beinu þungafargi eða fjaður- fargi. Er farginu þannig komið fyrir, að hægt er eftir vild að auka það eða minnka. Gæta skal þess, að ásar allra hjólanna, strekkihjólsins og beggja reimhjólanna, liggi nákvæmlega samsíða. Reimin er lögð á án spennu og jafnvel með nokkrum slaka, svo að strekkihjólið hafi þægilega legu, áður en reimin fer að togna. Sig reimarinnar undan strekkihjólinu á að vera nálægt 30° í byrjun. Hraðahlutfallið má fara langt fram úr 1: 5 og vera sem næst eftir vild, fer það þó nokkuð eftir hjólastærðum. Fjarlægðin milli ásanna á að vera sem minnst, til þess Hvernig Y-reim á að ligg'ja >'étt í spori sínu. V-reimadrif á tannhjólafræsivél. T. h. sést snúning'shraðabreytitæki. að áleggsfletir reimarinnar verði sem stærstir. Reimhraðinn má ekki fara fram úr 30 m/sek. Skriðtapið er mjög lítið eða nálægt 1% að meðaltali. c. V-reimadrif. Mjög hefur notkun v- Ilálfkross-reimadrif. 8 TÆKN I

x

Tækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.