Tækni - 01.06.1943, Side 16

Tækni - 01.06.1943, Side 16
II. Hækkun á fasviksstuðli (effekt- faktor). III. Endurbætur á bæði hraða og fas- viksstuðli). Við þær aðferðir, er heyra undir II. og II. flokk, þarf straumvendi, sem annað hvort getur verið á hjálparvél eða á hreyfl- inum sjálfum. I. Hraðabreyting. Við breytingu á hraða, án þess að hafa samtímis áhrif á fasvikið, er hægt að nota eftirtaldar aðferðir: a. breytingu á tíðni (frekvens) aðkomu- straumsins. b. breytingu á pólfjölda. c. breytilegt viðnám í snúðrásinni (rotor- kreds). d- Kaskade-tenging. a. Breyting á tíðni aðkomustraumsins. Hraðamismunur (slipp) spanhreyfils- ins er venjulega 5% frá engu til fulls álags. Snúningshraðinn við ekkert álag er því hér um bil hinn sami og við samfasa (syn- kron) hraðann, sem er ákveðinn af for- múlunni: „ 60 • f 60 • tíðnin Snuningshraðinn n = - p - = pólpar " Það, sem hér liggur fyrir, er að breyta tíðninni. Þetta er auðvitað því aðeins hægt, að hreyfillinn sé það eina, sem drifið er af riðstraumsrafal eða tíðnibreyti (frekvens- omformer). Þetta er gert í vissum tegund- um skipa, þar sem skrúfuásnum er snúið af spanhreyflum, sem drifnir eru með diesel- eða túrbínudrifnum rafal. Á hinn bóginn kemur fyrir í vissum iðngreinum, að þurfi vélar með háan snúningshraða, og er þá notaður tíðnibreytir. Þessi aðferð á hraðabreytingu er mjög sjaldgæf, en það er þó ekki hægt að sleppa henni í vissum tilfellum. b. Breyting á pólfjölda. Af áður nefndri formúlu sést, að einnig er hægt að breyta hraðanum með því að breyta pólfjölda. Þetta er hægt að gera á tvo mismunandi vegu: annaðhvort með því að nota tvö aðskilin statorvöf með mis- munandi pólfjölda og með snara (omskif- ter) er skipt straumnum frá einu vafi í annað, eða við að nota eitt vaf og veita vafinu með snara mismunandi pólfjölda. Skiptingin er einfaldari, ef notuð eru tvö vöf algerlega aðskilin hvort frá öðru. Hlutfallið milli snúningsfjöldanna getur verið hvað, sem er. Hentugast er að hafa bæði vöfin í sömu nótunum, en það er stundum erfitt að ákveða nótnafjölda, sem hentar fyrir bæði vöfin. Við hina aðferð- ina, að nota einstakt vaf, er nauðsynlegt að hafa einfalt hlutfall milli snúningsfjöld- anna, venjulega er það 2: 1 á litlum hreyfl- um. Sé krafizt meira en tveggja mismun- andi snúningsfjölda, er stundum hægt að hafa viðeigandi skiptingar, sem eru mjög flóknar. í slíku tilfelli er hreyfillinn held- ur hafður með tveimur fráskildum vöfum, sem báðum er hægt að breyta fyrir tvo mismunandi hraða. Hér er því um að ræða fjóra mismunandi snúningsfjölda. Pólskiptivöf eru mest notuð við litla hreyfla, þar sem þarf tvo eða jafnvel fjóra snúningsfjölda. Þessir hreyflar hafa næst- um alltaf skammhlaupssnúð. c. Breytilegt viðnám í snúðrásinni. Það skal tekið fram, að hinar tvær síð- ari aðferðir í I. flokki, c og d, og einnig aðferðirnar í II. og III. flokki eru byggðar á spennutapi í snúð, sem fæst: 1) annað- hvort með því að tengja aukaviðnám í snúðrásina eða 2) með því að innfæra auka rafkraft (elektromotorisk kraft), sem vinnur á móti þeim rafkrafti, sem ætl- að er að yfirvinna hið venjulega ohmska viðnám og launviðnám (reaktans) í snúð- 10 T Æ K N I

x

Tækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.