Tækni - 01.06.1943, Page 17

Tækni - 01.06.1943, Page 17
rásinni. Til að skilja þessa aðferð er bezt að athuga nánar frumatriði verkana span- hreyfilsins. í stuttu máli er skýringin þannig: Sá straumur, sem fer um statorvöfin, myndar hverfisvið (drejefelt) í loftbilinu á milli stators og snúðs (rotor). Nú getur maður hugsað sér, að til að byrja með sé snúður- inn kyrr. Hverfisviðið sker snúðvöfin og spanar upp í þeim rafkraft. Þar sem snúð- vöfin venjulega eru skammhleypt, mun þessi rafkraftur framleiða straum, og við hin gagnkvæmu áhrif milli þessa straums og sviðsins myndast sveifarafl (drejnings- moment), sem fær snúðinn til að snúast í sömu átt og hverfisviðið. Eftir því sem hraði snúðsins eykst, minnkar sá hraði, sem hverfisviðið sker snúðvöfin með. Ef hraði snúðsins vex upp í hinn samfasa hraða, munu snúðvöfin alls ekki skerast af sviðinu, og þar mundi þá alls ekkert sveifarafl verða. Spanhreyfillinn getur því aldrei náð samfasa hraða. Sveifaraflið M, sem verkar á snúðinn, er í beinu hlutfalli við stators kraftlínu- strauminn og snúðstrauminn L> eða M = k I2, þar sem k er stærð, sem fer eftir gerð vélarinnar. Snúðstraumurinn I2, sem fer gegnum sýndarviðnámið (impedansen) Z2 í snúð- vafinu, myndar þar spennutap I2 • Z2, sem er óbreytileg stærð án tillits til breytingar launviðnáms snúðsins (rotorreaktansen). Þar sem snúðrafið er skammhleypt, er sá eini rafkraftur, sem spanast í því, sá raf- kraftur, sem fram kemur við, að snúðvöfin skerast af hverfisviðinu, og spennutapið I2 • Z2 verður því að vera jafnt og raf- krafturinn. Þessi rafkraftur er í réttu hlutfalli við hraða þann, sem snúðvöfin skerast með af sviðinu, þess vegna í réttu hlutfalli við slippið, svo að hraði snúðsins fyrir ákveðið álag eða fyrir gefna stærð af I2 • Z2 verður að vera það mikill, að þar geti myndast rafkraftur, sem getur yfirunnið spennutapið. Slippið er mismunurinn á samfasa og venjulegum hraða hreyfilsins, s = í %. Hraðabreytingin er því fólgin í auka- viðnámi eða aukamótrafkrafti (modelelek- tromotorisk kraft) í snúðrásinni, þannig að rafkrafturinn, sem spanast í snúðvöf- unum af statorsviðinu, vex af sjálfu sér það mikið, að hann geti yfirunnið þetta aukaspennutap í innsetta viðnáminu eða þennan auka innsetta mótrafkraft. Þessi aukning fæst með að auka slippið, það er að minnka snúningsfjöldann. Það er því augljóst, að þetta spennutap áskilur sér vissa orku tilfærða snúðnum I22 • R2 • n2. Þessi orka kallast slipporkan, og þau tæki, sem eru notuð til að hækka viðnámið eða innfæra aukarafkraft, verða að þola þessa orku. Þau verða að framleiða spennutap í öfuga átt og með sömu tíðni og sú, sem spanast í snúðvöfunum af statorsviðinu. Tæki, sem á einfaldan hátt uppfyllir þessi skilyrði, er viðnám tengt í röð (serie) með snúðvafinu. Straumurinn í snúðnum, sem fer í gegnum það, mun auðvitað fram- leiða spennutap, sem fer í öfuga átt við rafkraft snúðsins og hefur sömu tíðni. Enn fremur mun viðnámið nota slipporkuna og breyta henni í hita. Þýðingarmestu eigin- leikarnir við þessa hraðabreytingaraðferð eru í fyrsta lagi, að það er aðeins hægt á þennan hátt að ná minni hraða, og í öðru lagi, að hraðinn mun breytast með álag- inu, þar sem spennutapið fer eftir snúð- straumnum. Verkanir spanhreyfilsins með viðnám í snúðrásinni munu vera nákvæm- lega þær sömu og í rakstraumshreyfli með ræsi (ankerregulering). Auk þeirra óþæginda, að hraðinn breyt- ist með álaginu, hefur hraðabreytingin með viðtengdu viðnámi í snúðrásinni þann T Æ K N I 11

x

Tækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.