Tækni - 01.06.1943, Síða 23

Tækni - 01.06.1943, Síða 23
um komin. Ef sveifaraflið minnkar, vex hraðinn. Ef segulmögnun einsnúðsriðilsins er breytt, mun það ekki hafa nein áhrif á spennurnar, en fasviksstuðullinn fyrir strauminn, sem fer gegnum snertihring- ina, mun breytast. Ef segulmögnunin er aukin, eykst um leið fasviksstuðullinn. Við nægilega aukningu af sviðinu mun straum- urinn gegnum snertihringina og þess vegna einnig straumurinn í snúðrásinni fara fram fyrir spennuna. Þessi áframþjótandi straumur mun auðvitað hafa áhrif á statorstrauminn í spanhreyflinum á þann hátt, að fasviksstuðullinn fyrir orkukerf- ið batnar. Ef segulmögnun rakstraumshreyfilsins er breytt, breytist hraðinn. b. Schrage-hreyfillinn. Að undanteknu burstagíri og tengingu burstanna við eftirvafið er bygging Schrage-hreyfilsins eins og Osmos-hreyf- ilsins. Forvaf er á snúð og eftirvaf á stator, en þar að auki er á snúð hjálpar- vaf, tengt við straumvendi og haft í sömu nótum og forvafið. f straumvendisvaíinu myndast rafkraftur af hverfisviðinu í for- vafinu. Hver fasi af eftirvafinu er tengd- ur á báðum endum við burstana á straum- vendi, sjá 8. mynd. Þessir tveir burstar skipta því rafkraftinum, sem myndast í straumvendisvafinu milli a og b, og flytja hann inn í eftirvafið. Það er því hægt að breyta stærð rafkraftsins, annaðhvort með því að færa burstana nær hvor öðr- um eða fjarlægja þá hvor öðrum. Við þetta er hægt að breyta hraðanum. Með því að hreyfa báða burstana samtímis í sömu átt, hringinn í kringum straumvend- inn, mun hinn skipti rafkraftur fá aðra faslegu í hlutfalli við rafkraftinn í fasta eftirvafinu. Með viðeigandi hreyfingum á burstunum getur maður bæði breytt stærð 8. mynd. 9. mynd. og faslegu innfærða rafkraftsins og þar með breytt bæði hraða og fasviksstuðli. Ef fjarlægðin á milli burstanna er minnk- uð smám saman, þar til þeir eru fast upp að hvor öðrum, mun enginn rafkraftur fara inn í eftirvafið, og hreyfillinn mun þá vinna eins og venjulegur spanhreyfill. Ef þeir eru færðir til áfram, þar til þeir eru í sömu stöðu, eins og sýnt er á 9. mynd, mun hinn innfærði rafkraftur vera nega- tívur, og hreyfillinn mun snúast með „yfir- synkron" hraða. Með því að hreyfa báða burstana sam- tímis í öfuga átt er hægt að fá hraðabreyt- ingu, en við að hreyfa burstana í sömu átt er hægt að breyta fasviksstuðli. Það einasta, sem mælir á móti því, að þessi hreyfill sé almennt notaður, er, að hann er dýrari vegna straumvendisvaf- anna. T Æ K N I 17

x

Tækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tækni
https://timarit.is/publication/1886

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.