Tækni - 01.06.1943, Qupperneq 27
að við ofhitun einhverrar legu þrýstist
túrbínunálin inn í túðuna og túrbínan
stöðvast. Sömuleiðis þrýstist nálin inn og
stöðvar túrbínuna, ef einhver bilun verður
á túrbínustillinum, svo að túrbínan byrj-
ar að rasa.
Rafallinn er 3-fasa riðstraumsrafall 217
kva, tengdur beint við túrbínuna. Spenna
hans er 220 volt. Rafallinn er, í gegnum
sjálfvirkan ofurspennu- og yfirstraums-
rofa, tengdur við 3-fasa spenni 220/6000
volt, en frá honum fer háspennujarð-
strengur út úr húsinu upp í enda há-
spennuloftlínunnar. Ástæðan til þess, að
spenna rafalsins er höfð 220 volt, en ekki
6000 volt, þó að lægri spennan kosti auka-
spenni jafnstóran rafalnum, er sú, að með
því móti er komizt hjá að hafa nokkur há-
spennuvirki í aflstöðinni. Auðveldar þetta
mjög alla gæzlu vélanna, enda er ekki gert
ráð fyrir, að sérstakan vélavörð þurfi,
heldur einn rafveitustjóra, er hafi umsjón
með rafveitunni í heild sinni.
Háspennulínan frá aflstöðvarhúsi að
kauptúninu er um 2 km. að lengd. Hún
liggur á milli Ólafsfjarðarvatns og þjóð-
vegarins, svo nærri vatninu, að hún þver-
ar sums staðar víkur, sem ganga inn úr
því. Auk þess þverar hún ós vatnsins á
um 170 m. löngu hafi. Þessi lega línunnar
veldur því, að erfitt er að nota venjulega
eirlínu nema með gildari vír og lengri
stólpum og þverjárnum en annars hefði
verið nauðsynlegt að nota. Var því horfið
að því ráði að nota í línuna, í stað eirvirk-
is, eirbrynjaðan stálvír, sem er miklu
sterkari en venjulegur eirvír og þolir því
hinar löngu þveranir, án þess að slaki
hans þurfi að vera mikill. Lýsing eir-
brynjaðs stálvírs er annars staðar í þessu
riti.
Háspennulínan endar innanvert við
kauptúnið, en þaðan liggur háspennujarð-
strengur að spennistöð nálægt miðju þess.
Spennistöðin er 200 kva að stærð. í
henni er spennan lækkuð niður í 220 volt,
sem er notspenna rafveitunnar.
Tveir sveitabæir, Garður og Skeggja-
brekka, fá rafmagn beint frá aflstöðinni.
Garðsá skiptir löndum milli bæjanna, og
fær hvor bær 1 kw af rafmagni í leigu á
vatnsréttindunum. Auk þess fá þeir keypta
raforku eftir þörfum með samsvarandi
verði og er á henni til annarra notenda á
hverjum tíma.
Benedikt Bergmann:
Stutt námskeið
í raímctgnsírœði.
Hér á eftir er gefið reikningsdæmi, sem
ætlað er þeim til úrlausnar, er áhuga hafa
á rafmagnsfræði. Ég ætlast til, að lesend-
ur reyni að leysa það sjálfir, og svo mun
lausnin birtast í næsta blaði.
Mér þætti mjög gott að vita álit lesenda
á þessari tilraun, því að hún hefur, mér
vitanlega, ekki verið reynd áður. Ef þessi
viðleitni nær vinsældum, mun ég halda
henni áfram og taka til skiptis verkefni
úr rakstraums- og riðstraumsfræðinni. Ef
lesendur blaðsins óska eftir sérstökum
verkefnum, ætlast ég til, að þeir láti mig
vita af því, og munu þær tillögur teknar
til greina eftir því, sem ástæður leyfa.
Gegnum 5 m langan málmþráð, 1 mm í
þvermál, fer 2 amp. straumur við 10° C,
þegar spennumunurinn er 1,2 volt. Því
næst er straumurinn aukinn upp í 6 amp.
og spennumunurinn upp í 4,18 volt. Við
það eykst hiti þráðarins upp í 75° C. Af
þessu skal finna eðlisviðnám og hitastuðul
(temperaturkoefficient) þráðarins.
T Æ K N I
21