Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Blaðsíða 41
Lagði til að málsgrein í stjórnmálaályktun „þegar launþega-
hreyfingin snerist loks til varnar . . . “ yrði felld niður.
Formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, ræddi
stjórnmálaályktun og verkalýðsmál. Hann varpaði fram
þeirri hugmynd, að kafli um utanríkismál úr setningarræðu
Kjartans Jóhannssonar verði tekinn upp í stjórnmálaálykt-
un. Þá vildi hann stytta setninguna um sameiningu vinstri
afla.
Árni Gunnarsson mælti með, að ályktun um kjaramál og
atvinnumál yrðu felldar inn í stjórnmálaályktun.
Elías Kristjánsson vildi taka út úr ályktuninni ákvæði um
tollamál, vegna sérstakra samninga sem í gildi eru við ýmsa
aðila innanlands og utan.
Eiður Guðnason mælti fyrir leiðréttingum á vélrituðu upp-
kasti að stjórnmálaáiyktun. Þá bar hann fram viðbótartil-
lögu um utanríkismál, sem nefndin flytur.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson lagðist gegn því að leitað yrði
samstöðu við Bandalag jafnaðarmanna.
Sigurður E. Guðmundsson ræddi utanríkis- og öryggismál
og studdi tillögu Eiðs Guðnasonar. Hann vildi flytja tillögu.
Kjartan Jóhannsson ræddi fundarsköp og taldi tillögu S.
E. Guðmundssonar of seint komna, nema mælendaskrá yrði
opnuð á ný.
Forseti opnaði mælendaskrá eftir að hafa farið yfir fram-
komnar tillögur og meðferð þeirra.
Þingfulltrúar sendu Kvenfélagi Alþýðuflokksins í Hafnar-
firði heillaóskir í tilefni 47 ára afmælis félagsins 18. nóvember
1984, með dynjandi lófaklappi.
Tillaga starfshóps um stefnuskrá var borin undir atkvæði
og samþykkt með öllum greindum atkvæðum.
Fór næst fram atkvæðagreiðsla um 30 fulltr. í flokksstjórn
Alþýðuflokksins. Geir. H. Gunnalaugsson gerði tillögu um
að Ásgeir Jóhannesson og Eyjólfur Sigurjónsson yrðu kosnir
endurskoðendur reikninga Alþýðuflokksins og voru þeir
kosnir með lófaklappi.
39