Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Page 4
4 | | 19. apríl 2023
Áfram ÍBV, alltaf alls staðar
E Y J A M A Ð U R I N N F E L I X Ö R N F R I Ð R I K S S O N
Knattspyrnusumarið er loksins
farið af stað, karlalið ÍBV sótti
Val heim í fyrsta leik tímabils-
ins og komust þeir yfir 1-0
með glæsilegu marki frá Felixi
Erni Friðrikssyni en því miður
tapaðist leikurinn 2-1. Felix
Örn er Eyjamaður vikunnar.
Fullt nafn: Felix Örn Friðriksson
Fjölskylda: Pabbi heitir Friðrik
Örn og mamma Þórey Svava,
litli bróðir heitir Alexander Örn.
Svo er það litli strákurinn minn
Kristian Örn og kærastan mín
Petrúnella Aðalheiður.
Hefur þú búið annarsstaðar en
í Eyjum: Bjó í nokkra mánuði í
Vejle, Danmörku.
Mottó: Koma fram við fólk eins
og þú vilt að það komi fram við
þig.
Síðasta hámhorfið: Var að klára
horfa á Night agent, geggjaðir
þættir á Netflix, mæli með.
Uppáhalds hlaðvarp: Voða lélegur
að hlusta á hlaðvörp, en hlusta
stundum á Dr. football.
Aðaláhugamál: Fótbolti.
Eitthvað sem þú gerir á hverjum
degi sem þú gætir ekki verið án:
Þarf að fá mitt koffín þegar ég
vakna og klára búa um rúmið mitt
og Kristians áður en við förum út.
Hvað óttast þú mest: Það skulu
vera köngulær og litlar flugvélar.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Er alæta á tónlist og margir
artistar koma mér í gott skap.
Hvaða ráð myndir þú gefa 16
ára þér sem veganesti inn í lífið:
Lifðu bara einn dag í einu, vertu
þakklátur og fjölskyldan er það
mikilvægasta sem þú átt.
Hvað er velgengni fyrir þér:
Velgengni getur verið margt fyrir
mér, varðandi fótbolta er það að
halda aga og ná markmiðum.
Velgengni utan fótbolta er að láta
öllum í kringum mig líða vel, láta
mér líða vel og brosa. Og margt
fleira.
Hvenær byrjaðir þú að æfa
fótbolta: Byrjaði að æfa fótbolta
þegar góður vinur minn og minnar
fjölskyldu, Kiddi Gogga, kom
og talaði mig til að byrja æfa
fótbolta, örugglega um 6 ára þá.
Þakka honum fyrir í dag ásamt
mömmu og pabba að sjálfsögðu
að þurfa koma og horfa á æfingar
hjá mér fyrsta árið út af því að ég
var eitthvað óöruggur einn.
Hvernig lýst þér á tímabilið: Mér
líst mjög vel á það, mjög sterkur
hópur og okkur eru allir vegir
færir.
Hver eru markmiðinn fyrir
tímabilið: Markmiðin fyrir mig er
að hjálpa liðinu eins og ég get og
gefa mig allan í þetta. Markmiðið
hjá okkur öllum er að gera betur
en í fyrra.
Þú fórst að láni til Danmerkur,
hvernig var sú upplifun: Þetta var
góð reynsla að fara þangað og
kynnast því hvernig er að vera
langt frá fjölskyldunni og spila
fótbolta á hærra leveli en er hérna
á Íslandi. Hefði verið til í meiri
spiltíma og fleiri tækifæri. En
alltaf gott að koma heim og spila í
heimaklúbbnum sínum.
Eitthvað að lokum: Þökkum fyrir
stuðninginn til okkar, hann er
okkur mikils virði og gefur okkur
mikið. Höldum áfram og áfram
IBV, alltaf alls staðar.
Felix Örn Friðriksson.
Sumir kórar eiga sér mörg líf.
Það gildir um Dómkórinn í
Reykjavík. Auk kórsins sem
syngur reglulega í Dómkirkjunni
í Reykjavík starfar annar kór sem
kallar sig Sönghópinn Martein og
samanstendur af fyrrverandi (og
nokkrum núverandi) kórfélögum
Dómkórsins. Hann kennir sig við
Martein H. Friðriksson sem kom
upphaflega til Vestmannaeyja árið
1965 til að gerast organisti við
Landakirkju og kórstjóri. Nú er
þessi kór væntanlegur í heimsókn
til Eyja og hyggst halda tónleika
í Akóges laugardaginn 29. apríl
kl. 20.
Marteinn starfaði í Eyjum í
sex ár og varð eins og allir sem
þangað koma hrifinn af Eyjalög-
um Oddgeirs, Ása í Bæ og fleiri.
Hann tók sig því til og útsetti þau
fyrir kór. Nokkur þeirra verða
sungin á tónleikunum.
Annar tónlistarmaður sem
hafði töluverð áhrif á músíklíf
Vestmannaeyja verður einnig
með kórnum í för. Hann söng
reyndar með Dómkórnum sem
og sonur hans og sonarsonur. Það
er Sigurður Rúnar Jónsson, betur
þekktur sem Diddi fiðla, sá sem
kippti með sér frosnu lambalæri
þegar hann þurfti að flýja undan
gosinu fyrir hálfri öld. Hann hefur
bæði samið og útsett lög, meðal
annars úr söngleiknum Hárinu, og
nokkur þeirra verða flutt á þessum
tónleikum.
Rúsínan í pylsuenda þessara
tónleika verður svo Dómkórsungi
sem nefnist Una Torfa. Í kórnum
syngja báðir foreldrar Unu og
restin er miklir aðdáendur hennar.
Þegar ljóst varð að hún yrði í Eyj-
um þessa sömu helgi og kórinn
var ákveðið að kórinn syngi með
henni nokkur af lögum hennar en
hún syngi forsöng, að sjálfsögðu.
Eins og margir kórar er Söng-
hópurinn Marteinn um leið
ferðafélag, sem að þessu sinni er
í árlegri vorferð sinni innanlands.
Í fyrra vorum við á fastalandinu,
nánar tiltekið í Skógum undir
Eyjafjöllum og horfðum dreymn-
um augum til Eyja. Svo tókum við
reyndar einnig þátt í kórahátíð á
Tenerife, sem sumir kalla syðstu
eyju Vestmannayjaklasans, og
gerðum það bara gott. Við hlökk-
um til að heimsækja og syngja
fyrir Eyjamenn og bjóðum alla
velkomna í Akóges.
Sönghópurinn Marteinn í Akóges
Sungið að Skógum, dreymt um Eyjar.
FRÉTTATILKYNNING