Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Page 18
18 | | 19. apríl 2023
Agnes Guðjónsdóttir og Bjarki
Már Vilhjálmsson eignuðust dreng
þann 10. febrúar 2023. Drengur-
inn hefur fengið nafnið Bergsteinn
Máni Bjarkason. Bergsteinn Máni
er fyrsta barn þeirra saman en
fyrir á Bjarki tvo drengi.
Fæðingarsaga þeirra Agnesar
og Bjarka hefur vakið athygli þar
sem segja má að hún hafi ekki
beint verið með hefðbundnum
hætti. Agnes ákvað að drífa sig til
Reykjavíkur mánudaginn 6. febrú-
ar þar sem Herjólfur hafði ekki
siglt einhverja daga á undan og
spáin fyrir næstu daga til siglinga
var slæm. Settur dagur var 23.
febrúar og því rúmlega tvær vikur
í settan dag. Bjarki varð eftir í
Eyjum þar sem hann var að vinna
og ætlaði að nýta vikuna í gæða-
stundir með eldri strákunum áður
en nýr bróðir bættist í hópinn.
„Ég treysti mér ekki til að ferðast
ein og keyra þannig ég dreif mig
í bæinn á mánudeginum“, segir
Agnes.
Á facetime í fæðingunni
Agnes fer af stað aðfaranótt föstu-
dagsins 10. febrúar. Hún lætur
Bjarka vita um tvö leytið að það
sé eitthvað að gerast og Bjarki
ætlaði að taka fimm ferðina með
Herjólfi þann dag. Það var mikið
áfall fyrir þau bæði að komast að
því að Herjólfur hafði fellt niður
ferðina og ekkert var flogið þenn-
an dag vegna veðurs. „Ef Herjólf-
ur hefði farið klukkan fimm, þá
hefði hann náð fæðingunni“, segir
Agnes.
Það því var engin leið fyrir
Bjarka að komast í bæinn. Daginn
eftir sigldi Herjólfur ekkert og því
komst Bjarki ekki til Reykjavíkur
fyrr en á sunnudeginum, tveimur
dögum eftir að Bergsteinn Máni
kom í heiminn. „Ég reyndi að
redda mér fari yfir en það var
engin tilbúinn í það í þessu veðri“,
segir Bjarki.
Móðir Agnesar, systir og systur-
sonur voru henni til stuðnings í
gegnum allt saman. „Það var smá
sárabót“. Bjarki var á facetime
allan tímann, „Maður sá hann
aldrei og fann ekki fyrir hon-
um“. En þrátt fyrir allt var Bjarki
fyrstur til þess að sjá Bergstein
Mána þegar hann kom í heiminn,
„Síðan þegar ég var komin með
Bergstein í fangið sá ég Bjarka í
símanum, það var falleg stund“
segir Agnes.
Þetta voru að sjálfsögðu von-
brigði fyrir þau. „Við ákváðum
bara að svekkja okkur aðeins á
þessu og svo er þetta bara búið,
þetta er engum að kenna,“ segja
þau.
Fjölskyldan kom heim til Eyja
þann 16. febrúar. Segja má að
heimferðin hafi verið í takt við allt
sem á undan gekk. Fjölskyldan
átti pantað í Herjólf kl. 20:45.
Rétt fyrir kl. 16:00 gaf Herjólfur
út að aðeins yrði siglt ein ferð
þennan dag kl. 18.15. Höfðu
þau því um tvo tíma til að pakka
og koma sér til Landeyjahafnar.
„Þetta er háanna tími. Ég var
standandi að gefa honum, ásamt
því að koma öllu út í bíl í hálku
og slyddu“, segir Agnes.
Best að geta átt heima
Skurðstofunni í Vestmanna-
eyjum var lokað árið 2013.
Sú ákvörðunartaka hefur haft
í för með sér mikla afturför á
fæðingarþjónustunni. Í dag eru
tvær ljósmæður starfandi í Eyjum,
þær Gréta Hrund Grétarsdóttir og
Drífa Björnsdóttir. Mikið er lagt
upp úr því að eyjan sé aldrei án
ljósmóður. Það er ekki hægt að
skipuleggja hvenær fæðing eða
bráðatilfelli koma upp. Nýbúið er
að taka fæðingarstofuna í gegn og
er hún glæsileg. Konur í fæðingu
geta fengið margskonar hjálp til
að takast á við samdrættina en
ekki er hægt að fá þjónustu svæf-
ingar- eða fæðingarlæknis.
Samkvæmt Grétu voru sjö
fæðingar í Eyjum árin 2021 og
2022, auk einnar heimafæðingar.
„Enginn hefur fætt hér í ár og
hefur veðrið þar áhrif. Tvær
konur sem voru með það í huga
að fæða hér á þessu ári hafa
farið upp á land vegna veðurs.
Veðrið skiptir miklu máli þar sem
foreldrum verður að líða vel með
þá ákvörðun að fæða í Vestmanna-
eyjum. Þeim konum sem stendur
til boða að fæða hérna þurfa að
uppfylla ákveðin skilyrði sem
eru ákvörðuð af Landlæknisemb-
ættinu“, segir Gréta.
Í janúar 2021 voru sett á ný
lög þar sem konur sem þurfa að
dvelja fjarri heimili sínu til að
nýta nauðsynlega fæðingarþjón-
ustu geta sótt um dvalarstyrk frá
38. viku meðgöngu og þar til þær
leggjast inn á fæðingarstofnun.
Agnes fór til Reykjavíkur fimm
dögum fyrir 38. viku og á þar af
leiðandi ekki rétt á dvalarstyrk.
Full meðgöngulengd er 37 vikur
svo vonandi verður það og aðrir
annmarkar lagaðir þegar dvalar-
styrkurinn verður skoðaður næst.
„Það væri auðvitað best að geta
átt heima hjá sér,“ segir Agnes að
lokum.
Pabbinn á facetime
í fæðingunni
Missti af fæðingunni Best að geta átt heima
Bergsteinn Máni Bjarkason.
Agnes og Bjarki Már.
” Við ákváðum bara að svekkja okkur
aðeins á þessu og svo er þetta bara
búið, þetta er engum að kenna.
DÍANA ÓLAFSDÓTTIR
diana@eyjafrett ir. is