Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Qupperneq 7

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Qupperneq 7
Framkvæmdafréttir nr. 728 6. tbl. 31. árg. 7 Gangandi vegfarendum hætta búin á gömlu brúnni Brúin á Ytri-Rangá er 84 m löng og byggð árið 1960. Akbrautin er 7 metra breið og heildarbreidd brúarinnar er 9,62 m. Nokkur gangandi umferð hefur verið um brúna, til dæmis er algengt að ferðamenn gangi úr bænum til að skoða Hellana á Hellu. Hingað til hafa gangandi vegfarendur þurft að notast við mjóa göngustíga sem liggja meðfram akbrautinni. Öryggi þeirra hefur þótt ábótavant en með nýju göngubrúnni mun það stóraukast. Nýja göngubrúin á einnig að greiða fyrir samgöngum gangandi og hjólandi í tengslum við áform um uppbyggingu nýrra hverfa vestan megin við Ytri-Rangá. Tenging við göngu og hjólastíga Sveitarfélagið Rangárþing ytra hefur í samvinnu við Landsnet og Vegagerðina unnið að undirbúningi hjóla- og göngustígs á milli Hellu og Hvolsvallar sem til skoðunar er að leggja á næstu árum. Vegagerðin styrkir sveitarfélagið í þeirri framkvæmd. Fyrsta skrefið er að gera stígatengingar við nýju göngubrúna og eru framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins hafnar. Stígatengingarnar má sjá á meðfylgjandi teikningu. → Hluta vinnunnar þarf að vinna úr körfu. ↓ Sigurjón Karlsson, yfirverkstjóri brúarvinnuflokksins.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.