Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Blaðsíða 9
Framkvæmdafréttir nr. 728
6. tbl. 31. árg.
9
Ný vegrið á tólf brýr
Frá því að vegriðsátakið hófst hefur verið skipt um
vegrið á tólf brúm af þeim tuttugu sem settar voru í
forgang. Þær brýr sem eru komnar með ný vegrið eru:
→ Borgarfjarðarbrú, en í sumar lauk vinnu við að skipta
um vegrið á þeirri fjölförnu brú
→ Brú yfir Hafnarfjarðarveg við Hamraborg
→ Brú yfir Kársnesbraut
→ Brú yfir Nýbýlaveg
→ Brú á mislægum vegamótum við Digranesveg
→ Tvær brýr á Miklubraut yfir Reykjanesbraut.
→ Tvær brýr yfir Elliðaárnar
→ Brú yfir Markarfljót
→ Brú yfir Köldukvísl
→ Brú yfir Leirvogsá
Einnig hefur verið skipt um vegrið á brúm sem ekki
voru á aðgerðarlistanum en brýnt þótti að uppfæra,
svo sem á brú yfir Bústaðaveg. Á þessu ári voru sett
ný vegrið á brú á Vífilsstaðavegi og Kauptúni yfir
Reykjanesbraut til að skilja að akandi og gangandi
vegfarendur. Í farvatninu fyrir 2024 er að uppfæra
fleiri vegrið á umferðarþungum brúm, meðal annars á
brúm yfir Þjórsá, Reykjanesbraut yfir Fífuhvammsveg,
Bjarnardalsá og Ölfusárós.
Allar brýr í eigu Vegagerðarinnar eru skoðaðar
vandlega á fjögurra ára fresti en sumar þarf að skoða
oftar, eða annað hvort ár. Brýr eru aðeins teknar úr
umferð ef þær standast ekki kröfur um burð og öryggi
vegfarenda en með natni og nútímaaðferðum er hægt
að lengja líftíma þeirra og uppfæra svo þær standist
nútíma öryggiskröfur. Með þyngri bílum og meiri
umferð á vegum um landið og sérstaklega í þéttbýli
verður sífellt mikilvægara að umferðamannvirki séu
uppfærð samkvæmt nútíma stöðlum og er vegriðsátak
Vegagerðarinnar liður í því risastóra verkefni.
↑
Í átakinu felst að fjarlægja eldri vegrið, farga þeim og
setja upp vegrið sem eru hærri og sterkbyggðari.
↗
Í fyrrasumar var sett nýtt vegrið á brýr yfir Elliðaárdalinn.