Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Side 10

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Side 10
10 Framkvæmdafréttir nr. 728 6. tbl. 31. árg. Borinn er af gerðinni GM100 og framleiddur af Geomachine í Finnlandi sem sérhæfir sig í framleiðslu gæða jarðtækniborum. Nýi borinn bætist við tækjabúnað stoðdeildar mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar sem hefur hingað til notast við mun minni jarðtæknibor sem kominn er til ára sinna. Sá verður þó áfram í notkun í ýmsum verkefnum. Vegagerðin fékk nýja borinn afhentan í lok september. Starfsfólk Vegagerðarinnar fékk kennslu á borinn frá tveimur starfsmönnum Geomachine sem dvöldu hér í eina viku. „Fyrsta daginn fengu vélvirkjar okkar kennslu á borinn til að geta sinnt viðhaldi á honum. Næstu daga fengum við þjálfun í stjórnun borsins í Skálafelli, en þar var verið að gera rannsóknir vegna hönnunar á nýjum vegi upp að skíðasvæðinu,“ segir Sverrir Örvar Sverrisson, starfsmaður stoðdeildar Vegagerðarinnar. Vel gekk að læra á borinn en í Skálafelli voru prófaðar allar þær boraðferðir sem borinn býður upp á. Nýr og stærri jarðtækni- bor tekinn í notkun Vegagerðin hefur fest kaup á nýjum jarðtæknibor frá Geomachine í Finnlandi. Borinn er afar tæknilegur og töluvert öflugri en fyrirrennari hans. Hann verður notaður til ýmissa rannsókna sem gagnast við hönnun vega. Nýi borinn er mun öflugri en sá eldri og getur borað dýpra. „Borborðið í bornum er tvöfalt og því er hann í raun eins og tveir borar í einum, það er að segja að hann getur framkvæmt tvær boraðferðir í einu,“ lýsir Sverrir en meðal annars getur borinn framkvæmt heildarborun ásamt snúnings- og þrýstiborun. Sverrir segir þörf á bergborunum hafa aukist töluvert og nýi borinn getur m.a. tekið kjarnasýni úr klöppum á mun auðveldari hátt en sá eldri, en meta má berggæði með rannsóknum á borkjörnum. Einnig má gera svokallaðar CPT prófanir sem meta eigindi í jarðvegi með nýja bornum. ↓ Borinn er útbúinn ýmsum tækninýjungum og er nánast alfarið stjórnað með fjarstýringu. → Jarðtæknibíll og nýi jarðtækniborinn við rannsóknir í Skálafelli. ↘ Starfsfólk stoðdeildar Vegagerðarinnar fékk kennslu á nýja borinn í Skálafelli þar sem verið er að gera rannsóknir vegna nýs vegar upp að skíðasvæðinu.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.