Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Blaðsíða 13

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Blaðsíða 13
Framkvæmdafréttir nr. 728 6. tbl. 31. árg. 13 Verkefni NordFoU sem er lokið og verk í vinnslu Árið 2023 var unnið að sjö verkefnum. Fjórum lýkur í ár en þrjú halda áfram á næsta ári. Þrjú ný verkefni verða sett af stað árið 2024. Verkefni sem á að ljúka árið 2023: → Upphitun vega með sólarorku (Svíþjóð og Noregur) → Sjálfstýrð ökutæki og vegamerkingar (Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland) → Norrænt vegryksrannsóknarverkefni (NorDust II) (Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland og Ísland) → Lífsferilsgreining til að meta og draga úr loftslags- áhrifum við uppbyggingu innviða (NordLCA +) (Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland) Verkefni sem halda áfram árið 2024: → Gervigreind til að fylgjast með ágengum tegundum og dauðum dýrum á vegum (Danmörk, Svíþjóð og Ísland) → Árangursmiðað mat á malbiksblöndum (Danmörk, Finnland og Ísland) → Vetrarvegaráðgjöf (Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Finnland og Ísland) Ný verkefni NordFoU Ný fyrirhuguð verkefni árið 2024: → Íferðarkerfi í vegköntum til að meðhöndla afrennsli á vegum á Norðurlöndum (Noregi, Svíþjóð ++) → Þróun og kvörðun á umferðarálagslíkönum fyrir 2. kynslóð Eurocodes (Finnland, Ísland ++) → Lífsferilsgreining til að meta og draga úr loftslagsáhrifum af uppbyggingu innviða (nýtt NordLCA +) (Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland) Frekari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðunni www.nodfou.org ← Vegamálastjórar Norðurlandanna við undirritun samningsins. Frá hægri; Roberto Maiorana frá Svíþjóð, Jens Holmboe frá Danmörku, Ingrid Dahl Hovland frá Noregi, Bergþóra Þorkelsdóttir frá Íslandi, Jarmo Joutsensaari frá Finnlandi og Sigurd Lamhauge frá Færeyjum. Save the date for Via Nordica 2024 Sustainability Sessions with a take on Nordic Road Sector Approaches on UN Global Goals. Inspiring programme In-person conference with both plenary and parallel sessions on a variety of topics. UN Global Goals – Nordic Road Sector Approaches Register at vianordica2024.dk Save the date f r Via Nordica 2024 Sustainability Sessions with a take on Nordic Road Sector Approaches on UN Global Goals. Inspiring programme In-person conference with both plenary and parallel sessions on a variety of topics. UN Global Goals – Nordic Road Sector Ap oa h s Register at vianordica2024.dk Norræna samgönguráðstefnan Via Nordica 2024 Kynntu þér dagskrána og skráðu þig á www.vianordica2024.dk Norræna vegagsambandið (NVF) heldur ráðstefnuna Via Nordica 2024 – Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – Nálgun norræns vegagerðarfólks. Ráðstefnan verður haldin í Kaupmannahöfn 11.-12. (13.) júní. Sérstök áhersla er lögð á umræðu um vönduð vinnubrögð og framlag samgöngugeirans til heimsmarkmiða SÞ. Fyrstu kemur, fyrstu fær Athugið að það má einnig skrá sig í kynningarferð þann 13. júní, í heimsókn til annað hvort Femern verkefnisins eða Storstrøms verkefnisins. Reikna má með að einungis þeir sem skrá sig snemma komist í ferðirnar þar sem sætafjöldi er takmarkaður.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.