Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Page 22

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.12.2023, Page 22
22 Framkvæmdafréttir nr. 728 6. tbl. 31. árg. Fyrsti áfangi verkefnisins bar heitið Hringvegur (1) Fossvellir – Lögbergsbrekka. Verkið snerist um tvöföldun Suðurlandsvegarins frá fjögurra akreina vegi á Fossvöllum og vestur fyrir Lögbergsbrekku ásamt hliðarvegum. Lengd útboðskaflans var um 3,3 km. Tvöföldun Suðurlands- vegar við Lögbergsbrekku Breikkun Hringvegar (1) frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku lauk í sumar. Nú er unnið að viðbót við fyrsta áfanga sem snýst um breikkun á 950 m kafla frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma. Tengingum inn á Hringveg fækkar og þar með eykst öryggi vegfarenda. Tilboð í verkið voru opnuð 13. júlí 2021. Samið var við Jarðval sf. og Bjössa ehf. sem áttu lægsta tilboð í verkið. Mannvit sá um eftirlit með verkinu en verkfræðistofan Hnit sá um hönnun. ↑ Ný reiðgöng voru lögð undir Suðurlandsveg. Þau eru 50 m löng, 4,5 m breið og 4 m há. Lagður var 380 m langur reiðvegur að og frá göngunum. ↓ Kortið sýnir umfang framkvæmdanna. Nátthagavatn Waldorfskólinn Lækjarbotnum Lækjarbotnar Lögbergsbrekka Fossvellir Lækjarbotnaþúfa Selfoss Reykjavík Suðurlandsvegur, áfangi 2 Suðurlandsvegur, áfangi 1 Reiðvegir/reiðgöng Hliðarvegir, áfangi 2 Hliðarvegir, áfangi 1 Hólmshraun Gunnarshólmi

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.