Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Blaðsíða 5

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Blaðsíða 5
 VIRK Þessi vegferð undanfarinna 15 ára hefur verið bæði skemmtileg og gefandi en líka stundum krefjandi og þroskandi. Ekkert af þeim störfum og verkefnum sem ég hef tekist á við á mínum starfsferli hefur kennt mér og þroskað mig eins mikið, bæði sem stjórnandi og manneskja. Menn tala oft um það að það sé erfitt að breyta innsta kjarna einstaklinga. Við séum jú bara eins og við erum og jafnvel þó við getum vissulega lært mikið og þróast í gegnum lífið þá breytum við ekki svo glatt okkar innsta kjarna, okkar gildismati og hugmyndum um lífið og tilveruna. Ég hef samt stundum hugsað um það og einstöku sinni haft það á orði að það að byggja upp VIRK hefur þróað mig mikið sem manneskju og í raun breytt mér meira en önnur þau verkefni sem ég hef tekist á við á mínum starfsferli. Starfsemi VIRK er flókin og krefst samstarfs við flestar stofnanir velferðarkerfisins. þar sem markmiðið er að hlusta á sögur einstaklinga til að bæta þjónustuna. Það hefur verið ómetanlegt að fá innsýn inn í líf fólks sem oft hefur haft vindinn í fangið allt lífið og gengið í gegnum mikla erfiðleika og aðstæður en nær samt sem áður að byggja sig upp til aukinna lífsgæða og þátttöku í samfélaginu. Í þessu samhengi er svo mikilvægt að við dæmum aldrei og séum meðvituð um það að það er aldrei neinn einn sannleikur, hlutirnir eru oft öðruvísi en við höldum og við þurfum því að vera reiðubúin til þess að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir hverju sinni á þeirra eigin forsendum. Meðaltími í þjónustu hjá VIRK hefur farið lækkandi undanfarin ár sem er jákvæð þróun og í takt við bæði stefnumótun innan VIRK sem og rannsóknir og reynslu hérlendis og erlendis sem benda til þess að lengri tími í starfsendurhæfingu skili ekki endilega betri árangri. Það skiptir mun meira máli að ferillinn sé bæði faglegur og markviss og taki að sjálfsögðu mið af þörfum hvers og eins einstaklings í þjónustu. Þegar aldursdreifing einstaklinga sem byrjuðu í þjónustu undanfarin ár er skoðuð kemur í ljós áhugaverð þróun hvað varðar aldurshópinn 20-29 ára. Þar fækkar ein- staklingum í þjónustu á meðan fjölgun á sér stað í eldri aldurshópum. Þessi þróun hefur verið skoðuð sérstaklega innan VIRK • Um 21 þúsund einstaklingar hafa komið til VIRK undanfarin 15 ár og sumir oftar en einu sinni. Þannig eru skráðir um 25 þúsund starfsendurhæfingarferlar í upplýsingakerfi VIRK. • Undanfarin ár hafa um 2.200-2.600 einstaklingar verið í þjónustu VIRK á hverjum tíma. • Hjá VIRK starfa um 110 starfsmenn og ráðgjafar sem halda utan um mál einstaklinga og tryggja að allir njóti góðrar þverfaglegrar þjónustu. Starfsemi VIRK og þjónusta er á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og um allt land. • Um 500 fagaðilar um allt land selja VIRK þjónustu á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar. Tilvist VIRK hefur orðið til þess að efla og stuðla að nýjungum hjá mörgum þessara þjónustuaðila sem gagnast mun fleirum en þjónustuþegum VIRK. • 8 af hverjum 10 einstaklingum sem ljúka þjónustu hjá VIRK eru í einhverri virkni í lok þjónustu, annað hvort í vinnu, námi eða í atvinnuleit. • 90% einstaklinga sem ljúka þjónustu VIRK eru ánægðir með þjónustuna samkvæmt niðurstöðum þjónustukönnunar. • VIRK hefur stuðlað að mikilli faglegri þróun á sviði starfsendurhæfingar hér á landi í samstarfi við fagfólk bæði hérlendis og erlendis. Starfs- endurhæfingarferill VIRK er þverfaglegur og ICF flokkunarkerfið er nýtt til að tryggja heildarsýn í gegnum allan ferilinn. VIRK er eina stofnunin hér á landi sem hefur innleitt ICF flokkunarkerfið inn í bæði upplýsingakerfi og allan þjónustuferil sinn. • Upplýsingakerfi VIRK heldur utan um þjónustuferil hvers einstaklings sem kemur til VIRK. Kerfið heldur utan um þjónustuferil allra einstaklinga í þjón- ustu, gefur einstaklingum tækifæri til að fylgjast með sínu máli í gegnum „Mínar síður“ og tryggir örugg og rafræn samskipti ólíkra aðila sem koma að þjónustunni. Úr upplýsingakerfinu er síðan hægt að vinna tölfræði til að meta bæði framgang og árangur. • VIRK er með ISO 9001 gæðavottun, ISO 27001 upplýsingaöryggisvottun og IST 85 2012 jafnlaunavottun á starfsemi sinni. VIRK er ein af mjög fáum, eða hugsanlega sú eina af stofnunum velferðarkerfisins, sem hefur náð þessum gæðavottunum á allri starfsemi sinni. • Frá því að hafa byrjað í einni skrifstofu til láns þá er starfsemi VIRK nú í eigin húsnæði í Borgartúni 18. Þetta húsnæði er gott og vel staðsett og hentar starfsemi VIRK einstaklega vel. Verkefnið hefur því kallað á úrlausn margra flókinna og vandasamra áskorana bæði hvað varðar þjónustu og ferla og eins hefur það gert kröfu til innsæis og læsis á mismunandi menningu, sjónarmið og þarfir aðila vítt og breytt um landið. Það hefur einnig verið ómetanlegt að fá að vinna með öllu því frábæra fagfólki sem hefur starfað hjá VIRK í gegnum árin og af þeim öllum hef ég lært mjög mikið þar sem markmiðið hefur jú verið að þróa þjónustu sem getur tekið mið af margþættum og flóknum vanda einstaklinga þar sem sjaldan er allt sem sýnist. Það sem hefur þó kannski þroskað mig mest er að fá innsýn inn í aðstæður og líðan þeirra einstaklinga sem leita til VIRK og að fá að heyra sögu þeirra til aukinnar vinnugetu og lífsgæða. Þessa innsýn hef ég t.d. fengið í gegnum þætti eins og þjónustukannanir, viðtöl og ýmsa rýnihópa Fjöldi í þjónustu og þróun á árinu 2022 Fjöldi einstaklinga í þjónustu hjá VIRK hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár. Algengur fjöldi á hverjum tíma er um 2400 einstaklingar. Covid hefur enn- þá ekki haft afgerandi áhrif á fjölda í þjónustu en þó er aðeins að fjölga þeim einstaklingum í þjónustu VIRK sem glíma við langvarandi afleiðingar Covid veikinda. Það bendir einnig margt til þess að það muni í heild sinni fjölga einstaklingum í þjónustu á árinu 2023. Umsóknir um þjónustu hafa verið mjög margar fyrstu mánuði ársins og aukið samstarf við bæði Vinnumálastofnun, Landspítalann og geð- heilsuteymi heilsugæslunnar gæti haft áhrif til fjölgunar í þjónustu VIRK þegar líður á árið. Hér á næstu síðum í ársritinu er hægt að finna ýmsa tölfræði um þróun á þjón- ustunni undanfarin ár svo sem um þróun á fjölda, menntunarstigi og aldri. Þessa tölfræði er áhugavert að skoða en hafa þarf í huga að breytingar í tölfræði geta skýrst af mörgum þáttum og stundum er um að ræða ytri þætti sem VIRK hefur ekki stjórn á. og í ljós kemur að fækkunin á sér einkum stað í hópi þeirra ungu einstaklinga sem eru oft í erfiðum félagslegum aðstæðum, með litla menntun og litla vinnusögu. Líklegasta skýringin á þessari fækkun er tilkoma geðheilsuteyma heilsugæslunnar um allt land. Hjá geðheilsuteymunum býðst hluta af þessum hópi aukin geðheilbrigðisþjónusta sem er jákvæð þróun. Þetta getur haft þau áhrif að þessi hópur þurfi ekki á þjónustu VIRK að halda en þetta getur líka valdið því að þessi hópur komi seinna til VIRK og því sé um að ræða tímabundið ástand og það eigi síðar eftir að fjölga í þessum hópi. VIRK á í dag mjög gott samstarf við geðheilsuteymi um allt land og við höfum lagt okkur fram um að byggja brýr milli Mikil veikindi á heimili mínu (maki og sonur langveikir). Krefjandi vinna og eigin veikindi (stoðkerfi, gigt, kvíði og streita).“ Á síðustu 10 árum barðist ég 2x við brjóstakrabbamein og meinvörp, hjartabilun og blóðtappa, margþætta áfallastreitu.“ Mínar aðstæður voru að ég var ómenntuð á örorkubótum og mikið þunglynd, mig vantaði allan stuðning til að komast áfram t.d. í nám eða vinnu.“ Mjög krefjandi fjölskylduaðstæður, m.a. veikindi og dauðsfall, flutningur milli landshluta, ný vinna, fósturbörn o.fl. Uppgjöf, lífsleiði og sjálfsvígshugsanir.“ Kærði kynferðislega áreitni á vinnustað. Í kjölfarið breyttust allar aðstæður sem enduðu þannig að ég fór í veikindaleyfi og var mér þá sagt upp. Þessu fylgdi kvíði og þunglyndi sem undu upp á sig.“ Langvarandi svefnvandi og tilheyrandi þreyta og heilaþoka. Mögulega hefur kvíði og jafnvel þunglyndi fylgt mér lengur en ég gerði mér grein fyrir og haft slæm uppsöfnuð áhrif. Við hjónin fórum líka illa út úr hruninu frá 2008 ..... og næstu ár á eftir reyndust okkur mjög erfið á ýmsa vegu.“ Þunglyndi, kvíði og streita. Misnotkun í æsku. Lágt sjálfsmat, félagsleg einangrun.“ Svör úr þjónustukönnun VIRK við spurningunni: Hvaða veikindi eða aðstæður urðu til þess að þú ákvaðst að sækja um starfsendurhæfingu hjá VIRK? þjónustu VIRK og geðheilsuteymanna á þann hátt að einstaklingum sé tryggð viðeigandi þjónusta á hverjum tíma. Aðstæður einstaklinga sem leita til VIRK Einstaklingar sem leita til VIRK eru oft í erfiðum og flóknum aðstæðum. Þeir glíma oft á tíðum bæði við heilsubrest og ýmsan annan vanda sem getur verið bæði af félags- legum og fjárhagslegum toga. Einnig er ekki óalgengt að þjónustuþegar VIRK hafi gengið í gegnum erfiða lífsreynslu eða áföll af ýmsum toga. Hér fyrir neðan eru nokkur svör einstaklinga í þjónustukönnun VIRK þegar spurt var um ástæður þess að viðkomandi leitaði til VIRK, þessi svör eru um margt dæmigerð fyrir ýmsa hópa sem leita til VIRK: 8 9virk.is virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.