Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Blaðsíða 27

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Blaðsíða 27
 VIRK ÞAÐ MÁ EKKERT LENGUR Káfa | Stara | Segja klúra brandara | Halla sér of nálægt fólki | Biðja um kynlíf | Senda myndir af kynfærum | Hengja upp klámfengnar myndir og dagatöl | Slá, hrista eða rassskella | Kyssa | Þrábiðja um stefnumót | Spyrja út í kynlíf annarra | Taka myndir án leyfis | Gefa kyn- ferðislegar gjafir | Strjúka | Athugasemdir varðandi kynhneigð | Biðja um kynferðislegan greiða | Áreita á samfélagsmiðlum | Sitja of nálægt | Klæmast, faðma og knúsa án leyfis | Óvelkomin snerting | Kynferðislegar hreyfingar og látbragð | Mæna ofan í hálsmál | Lýsa eigin kynlífi eða blæti | Standa of nálægt | Athugasemdir varðandi líkama og útlit | Króa fólk af | Kynferðisleg ummæli um klæðaburð | Sýna eða senda öðrum klám | Óumbeðið nudd | Athugasemdir varðandi kynvitund v e l v i r k . i s Staðan er ekki ósvipuð þeirri sem var um tvítugt því nú gefst aftur færi á að skoða hvað væri gaman að gera í lífinu. Hvort hugurinn stefnir til þess að halda áfram að vinna, leggjast í ferðalög, flytja á nýjan stað, arka um fjöll, passa barnabörnin, skapa sér nýjan starfsvettvang, rækta garðinn, skrifa bók, gera upp gamla bílinn, mastera golfið eða eitthvað allt annað. Það er þegar upp er staðið í höndum hvers og eins að veita draumum sínum athygli, velja áhugaverð viðfangsefni og plana ferðalag sitt inn í framtíðina. Ef hugmyndir vantar má mögulega finna þær í þeim 200 hugmyndum sem settar eru fram á velvirk.is. Stjórnendahjólið Á árinu 2022 var hrint af stað vinnu við gerð sérstaks stjórnendaefnis með að- komu auglýsingastofunnar Hvíta hússins til að minna á hvaða helstu þáttum í vinnustaðamenningunni þurfi að huga að að til að auka vellíðan starfsfólks og draga úr streitu. Verkefnið byggir á hugmyndafræði Christinu Maslach, eins helsta fræðimanns heims á sviði kulnunar. Niðurstaðan er „Stjórnendahjólið“ þar sem stjórnendur geta snúið pappírsskífu Viðurkenning fyrir Hver ert þú? VIRK og Líney Árnadóttir, verkefna- stjóri hjá VIRK fengu á árinu viður- kenningu Félags náms- og starfs- ráðgjafa fyrir lofsvert framlag til náms- og starfsráðgjafar á Íslandi. Viðurkenningin var veitt fyrir gagnvirka sjálfshjálparefnið Hver ert þú? Um er að ræða verkfæri sem ein- staklingar geta notað til að finna leið að framtíðardraumum sínum út frá styrkleikum, færni, áhugasviði, viðhorfum, reynslu og menntun. Þetta er nýstárlegt, stafrænt efni sem er sjálfsstyrkjandi og nýtist fólki á öllum aldri við starfsþróun og starfsval. Hver ert þú? er aðgengilegt öllum á síðunni „Aftur í vinnu“ á virk.is sem gerir notendum kleift að vinna að eigin starfsframa í rólegheitum heima í stofu, eða raunar hvar og hvenær sem er. og séð stutta umfjöllun um hvern af þeim sex þáttum sem taldir eru grunnforsendur fyrir vellíðan á vinnustað. Hægt er að nálgast stjórnendahjólið í höfuð- stöðvum VIRK í Borgartúni 18 og lesa má um það á velvirk.is. Það má ekkert lengur vakti fólk til umhugsunar Í byrjun ársins 2022 lauk vitundarvakn- ingunni Virkjum góð samskipti sem var mjög vel heppnuð. Strax var farið að huga að næstu vitundar- vakningu um kynferðislega áreitni á vinnu- stöðum. Mikil vinna fór í að finna rétta nálgun á svo viðkvæmu efni og fundað ítrekað með aðilum á borð við Vinnueftirlitinu, Stíga- mótum og fulltrúum kynjafræða við HÍ auk Hvíta hússins. Loks fannst rétta nálgunin og ákveðið að nýta Það má ekkert lengur sem slagorð. Eftir mikla yfirlegu og fjölda funda hófst framleiðsla á efninu á haustmánuðum 2022 og efnið var frumsýnt í október. Vakningin hefur lifað síðan með mismikilli keyrslu og áherslum. Eins og í öðrum vakningum var stuðningsefni sett inn á velvirk síðuna og var um töluvert mikla vinnu að ræða með tilheyrandi lestri á rannsóknum o.fl. Í lok árs voru viðbrögð við vakningunni könnuð af EMC rannsóknum að beiðni VIRK og töldu nærri 9 af hverjum tíu aðspurðra að vakningin veki athygli á mikilvægu málefni. 87% svarenda höfðu séð auglýsinguna og ¾ líkaði hún vel. 45% aðspurðra höfðu rætt auglýsinguna eða kynferðislega áreitni á vinnustöðum við fólk eftir að hafa séð auglýsinguna. Í tengslum við vakninguna voru hönnuð veggspjöld, kort og servíettur og er enn verið að dreifa þeim og geta áhugasamir nálgast efnið í þjónustuveri VIRK í Borgartúni 18. 52 53virk.is virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.