Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Blaðsíða 39

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Blaðsíða 39
 VIRK þjónustuaðila á árinu 2022 sem er álíka fjöldi og á undanförnum árum. Kostnaður vegna úrræða dróst lítillega saman milli ára og nam 1.572 milljónum króna. Mynd 1 sýnir þróun útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu á föstu verðlagi. Á árinu voru gerðar 21.508 pantanir á úrræðum í upplýsingakerfi VIRK í samanburði við 22.321 pantanir árið á undan. Pöntunum fækkar því um 4% milli ára sem skýrir lækkun á kostnaði vegna úrræða. Mynd 2 sýnir hlutfallslega skiptingu út- gjalda vegna aðkeyptrar þjónustu frá þjónustuaðilum á árinu 2022. Hæstri fjárhæð er varið til kaupa á sérhæfðum starfsendurhæfingarúrræðum hjá starfs- endurhæfingarstöðvum um land allt, um 52%. Um 24% fjárhæðar er varið til kaupa á sálfræðiþjónustu. Úrræði tengd hreyfingu og sjúkraþjálfun nema samtals 11%. Kaup vegna sjálfseflingarúrræða hafa aukist lítillega milli ára og nema 6%. Tegundir þjónustu og starfs- endurhæfingarlíkan VIRK Starfsendurhæfingarlíkan VIRK skiptist í átta þætti eins og sjá má á mynd 3. Þættirnir eru: Líkamleg heilsa, andleg heilsa, hreyfing, dagleg virkni, samskipti og félagsfærni, tileinka sér og nýta þekkingu, þátttaka og umhverfi. Tegundir og undirtegundir þjónustu raðast svo á mismunandi þætti líkansins eftir eðli úrræða. Ráðgjafi metur færni í hverjum þætti fyrir sig og ef hindrun er til staðar sem hindrar atvinnuþátttöku eru sett markmið í samvinnu við einstakling og viðeigandi úrræði pöntuð. Líkanið byggir á ICF flokkunarkerfinu (The International Classification of Functioning, Disability and Health) frá Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni (WHO). Stuðst er við gagn- reyndar aðferðir í meðferðum fagaðila og ráðgjöf og þjónusta sem veitt er einstaklingum tekur mið af hindrunum hvers og eins til vinnu. Góð reynsla er komin á þrepaskiptingu úrræða í fjögur þrep hjá VIRK þar sem tekið er mið af alvarleika hindrana á færni til atvinnuþátttöku. Þrepaskiptingin hefur leitt til þess að starfsendurhæfingin hefur orðið enn markvissari en áður og ræður hindrun á færni hvers konar úrræða er þörf. Ef einstaklingur er t.d. með hindranir hvað varðar andlega heilsu eru sett markmið til að efla andlega færni og viðeigandi úrræði pöntuð fyrir einstaklinginn. Ef hindrun er í líkamlegri heilsu eru sett fram markmið til þess að efla líkamlega færni og viðeigandi úrræði pöntuð. Skipting þjónustuaðila Um 150 sálfræðingur veittu sálfræðiþjón- ustu hjá VIRK á árinu 2022. Sálfræðingar veita þjónustu vegna andlegrar heilsu. Þjónustan felur í sér einstaklingsviðtöl, námskeið og hópmeðferðir vegna geðræns og streitutengds vanda og byggir þjónusta sálfræðinga á gagnreyndum aðferðum. Þjónustunni er þrepaskipt eftir eðli vanda einstaklings og styðjast sálfræðingar við klínískar leiðbeiningar í meðferðarvinnu. Sálfræðingar auk fleiri fagaðila bjóða auk þess upp á fjölda úrræða á sviði náms- og vinnumiðaðrar sjálfseflingar sem miða að árangursríkri endurkomu til vinnu. Fjöldi sjúkraþjálfara sem starfaði fyrir VIRK var um 120 og fækkaði lítillega í hópnum milli ára. Í mars 2023 voru gerðar breytingar á samstarfi VIRK og sjúkraþjálfara þar sem samstarfið var einfaldað og er það von VIRK að fleiri sjúkraþjálfarar bætist í hóp þjónustuaðila í kjölfarið. Sjúkraþjálfarar veita fjölbreytta einstaklings- og hópþjónustu fyrir einstaklinga með stoðkerfisvanda og styðjast þeir einnig við klínískar leiðbeiningar í meðferðarvinnu. Þeir styðja einstaklinga sem þurfa aðstoð við að efla líkamlega heilsu og gera hreyfingu að lífsstíl. Um 130 aðrir þjónustuaðilar bjóða upp á ýmsa heilsueflandi þjónustu eins og líkamsrækt Líkamleg heilsa Umhverfi Andleg heilsa HreyfingTileinka sér og nýta þekkingu Þátttaka Dagleg virkni Sam- skipti og félagsfærni Félagsráðgjöf Kírópraktor Vinnu- og námsmiðuuð sjálfsefling NæringarráðgjöfTalmeinafræðingur Sálfræðiþjónusta Heilsuefling og líkamsræktÝmis sértæk úrræði Fjölskylduráðgjöf Sjúkraþjálfun Ráðgjöf hjúkrunarfræðings Ráðgjöf iðjuþjálfa Fíkniráðgjöf Osteopati Markþjálfun Atvinnutengd þjónusta Fjármálaráðgjöf Þverfagleg starfsendurhæfing Nám og námskeið Náms- og starfsráðgjöf Starfsendurhæfingarlíkan VIRK byggir á ICF flokkunarkerfinu Tegundir þjónustu Tegundir þjónustu og starfsendurhæfingarlíkan VIRK Mynd 3 með stuðningi íþróttafræðings eða þjálfara, vatnsleikfimi og jóga. Rúmlega 50 fagaðilar veittu ýmsa ráðgjöf og þjónustu sem efla daglega virkni og ráðgjöf vegna umhverfistengdra þátta. Með umhverfistengdum þáttum er átt við þætti sem snúa að því að efla félagslega kjölfestu einstaklinga, til dæmis félagsráðgjöf og fjölskylduráðgjöf. Fjölbreyttur hópur þjónustuaðila veitir þjónustu sem stuðlar að aukinni þátttöku einstaklinga. Um 40 fræðslu- og símenntun- araðilar veittu ráðgjöf og fræðslu sem eykur möguleika einstaklinga á vinnumarkaði. Um er að ræða mjög fjölbreytta þjónustu sem getur falið í sér áhugasviðsgreiningar, hæfnigreiningar, raunfærnimat, nám á vottuðum námsleiðum auk fjölmargra styttri námskeiða sem auka möguleika á vinnumarkaði. Námsúrræði í starfsendur- hæfingu þurfa að hafa það að markmiði að auka vinnugetu einstaklinga og gera þá hæfari í að takast á við launað starf á vinnumarkaði.Talsverður fjöldi þjónustu- aðila veitir atvinnutengda þjónustu og náms- og vinnumiðaða sjálfseflingu sem miðar að því að undirbúa einstaklinga sem best undir atvinnuleit, s.s. gerð ferilskrár, vinnuprófanir, úttekt á vinnuumhverfi, ráðgjöf og stuðningur á vinnustað við endurkomu til vinnu o.fl. VIRK er í samstarfi við níu starfsendur- hæfingarstöðvar sem eru staðsettar um land allt en þrjár þeirra eru staðsettar á höfuð- borgarsvæðinu. Eftir að geðheilsuteymi heilsugæslunnar tóku til starfa um land allt á síðustu árum má sjá breytingu á samsetningu hópsins í þjónustu VIRK. Að undanförnu virðist þörfin fyrir þverfagleg starfsendurhæfingarúrræði hafa minnkað sem kallar á nýsköpun og þróun á þjónustu starfsendurhæfingarstöðva. Einstaklingum með meðfæddar taugaþroskaraskanir hefur fjölgað í þjónustu VIRK á undanförnum árum sem og einstaklingum sem hafa átt við fíknivanda að stríða. Þessar breytingar á hópnum kalla á gott samstarf milli kerfa og mikilvægt er að allir aðilar vinnumarkaðarins sýni aukinn sveigjanleika og taki tillit til ólíkra þarfa einstaklinga sem hafa áhuga á því að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði. Þá fær hópur útlendinga ýmsan sértækan stuðning eins og íslenskunámskeið og túlkaþjónustu. Úrræðum fyrir útlendinga hefur fjölgað á undanförnum árum og í febrúar 2023 var farið af stað með þver- faglegt tilraunaverkefni fyrir útlendinga í samvinnu við starfsendurhæfingarstöðina Hringsjá. Áhugi er á frekari þróun úrræða af þessum toga. Að lokum Öll höfum við hæfileika, allir eru einstakir og enginn er fullkominn. Sveigjanleiki, mennska og tillitsemi getur flutt fjöll og skapað ótal tækifæri á vinnumarkaði sem tekur sífelldum breytingum. Þarfir morgun- dagsins felast í margbreytileika mannlífsins. Samfélag inngildingar, jafnréttis og sveigjan- leika þar sem allir skipta máli og mega taka pláss er verðugt verkefni fyrir íslenskan vinnumarkað. Allir sem vilja vinna ættu að fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína – hver með sínum hætti! Lagt er upp með að tryggja einstaklingum mark- vissa þjónustu á réttum tíma sem tekur mið af færni og hindrunum hvers og eins hverju sinni. 76 77virk.is virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.