Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Blaðsíða 18

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Blaðsíða 18
AÐSEND GREIN úr viðkomandi tungumáli yfir á ensku. Vel hefur reynst að fá túlk í upphafi þegar ég er að kynnast einstaklingum og þarf að fá upplýsingar sem varða persónulegt líf þeirra. Tölvuþýðingarnar koma svo að góðu gagni síðar.“ Er eitt af hlutverkum atvinnulífstengla að greina vandamál þjónustuþega? „Aðallega einblínum við atvinnulífstenglar á atvinnuhlutann hvað þjónustuþega varðar. Ráðgjafar VIRK greina hvað að baki vandans liggur. Eigi að síður þarf maður stundum að leiðbeina fólki. Það henta ekki hverjum og einum öll störf. Sem dæmi get ég nefnt einstakling sem hafði verið lengi frá vinnumarkaði vegna lasleika. Sá vildi fara strax í hundrað prósent starf. Ég nefndi þá að kannski væri sniðugra að byrja rólega og auka svo við sig. Hugsanlega að byrja í vinnuprófun. Viðkomandi brást nokkuð ókvæða við. Ég útskýrði þá hve mikil viðbrigði það geta verið fyrir einstakling sem hefur verið lengi frá vinnumarkaði að fara allt í einu í fullt starf. Niðurstaðan var að viðkomandi fór í vinnupróf. Þar reyndist ganga hægt hjá honum að auka við sig starfshlutfall. Stundum þarf að leiðbeina fólki og fá það til að endurhugsa fyrirætlanir sínar en gæta þess jafnframt að draga ekki úr því kjark.“ Ef þjónustuþegi fær vinnu fyrir þitt tilstilli ertu þá í sambandi við hann eða fyrirtækið áfram? „Ef fólk fer beint í vinnu þá útskrifast það mjög fljótt frá mér. Ég er því ekki í sambandi við þjónustuþega nema hann óski eftir eftirfylgni. Er fólk fer í hundrað prósent starf getum við fylgt því eftir í einn mánuð. Ef fólk er í hlutastarfi getum við fylgt því eftir í þrjá mánuði. Það hefur komið fyrir að ég sé í sambandi við fyrirtæki sem hafa ráðið einstaklinga frá VIRK í vinnu. Þá spyr ég svo sem stundum hvernig gangi og fæ yfirleitt gleðilegar fréttir.“ Eru þjónustuþegar VIRK jafngildir öðrum á vinnumarkaði? „Já, þeir eru það vissulega. Þetta er fólk sem hefur dottið út af vinnumarkaði af einhverjum ástæðum en unnið vel í sínum málum og er stundum hreinlega betur sett en aðrir. Ég segi gjarnan við atvinnuveitendur: „Þú veist ekkert hvernig einstaklingar eru sem koma utan af götu en ég hef unnið með viðkomandi þjónustuþega og þekki hann ágætlega.“ Auðvitað gef ég ekki þjónustuþega meðmæli sem starfsmanni en ég get sagt hvernig hann hafi staðið sig í ferlinu, að hann hafi unnið vel öll verkefni og vilji starfa. Fordómar gagnvart VIRK hafa minnkað mikið. VIRK hefur unnið sér álit í samfélaginu og ansi margir þekkja einhvern sem farið hefur í gegnum starfsendurhæfingu hjá VIRK. Þetta viðhorf skynjar maður á viðbrögðum þeirra sem skipt er við.“ Starfsendurhæfing samhliða vinnu farsælt úrræði Hvernig eru atvinnumöguleikar á Suðurnesjum núna? „Þeir eru góðir. Það er óhætt að segja það. Nú eru sumarstörfin að detta inn. Margir byrja þannig og fá svo áframhaldandi ráðningu um haustið. Mér sýnist fullt af tækifærum og að flestir ættu að geta fengið vinnu sem vilja. Reyndar eru störf á flugvellinum vaktavinnutengd og ekki allir sem fella sig við slíkt fyrirkomulag, en það er margt annað í boði. Svo sem þrif og starf í skólum, til dæmis sem stuðningsfulltrúar og þannig mætti telja.“ Hefur þú afskipti af þeim þjónustuþegum sem þegar eru í vinnusambandi? „Starfsendurhæfing samhliða vinnu er fremur nýtt úrræði en á ábyggilega eftir að aukast meira. Þá kemur viðkomandi í endurhæfingu hjá VIRK en fer í lægra starfshlutfall. Viðkomandi þjónustuþegi sinnir þá starfsendurhæfingu jafnhliða skerta starfshlutfallinu. Hlutverk atvinnulífstengils er þá að leggja plön með viðkomandi einstaklingi og vinnuveitenda hans hvernig þetta eigi að fara fram. Markmiðið er þá að viðkomandi komist aftur í sitt fyrra starfshlutfall að lokinni starfsendurhæfingu. Rannsóknir sýna að það er farsælt að fólk sé í sambandi við vinnustaðinn sinn samhliða endurhæfingarferli. Aðstaða fólks sem hefur vinnutenginu er tals- vert öðruvísi en þeirra sem eru í atvinnuleit eftir endurhæfingu. Atvinnulífstenglar hjá VIRK hitta bara brot af því fólki sem kemur í starfsendurhæfingu til VIRK. Þeir sem þurfa að fara í skert starfshlutfall eftir endurhæfingu eru í sambandi við atvinnulífstengla og ráð- gjafa en hinir sem geta farið í fullt starf eiga betur heima hjá Vinnumálastofnun ef þeir eru ekki komnir með vinnu þegar þeir ljúka starfsendurhæfingunni. Atvinnutengingin er hugsuð fyrir fólk með skerta starfsgetu. Lengi hefur verið mun erfiðara að fá hlutastarf en fulla vinnu. Þetta er þó smám saman að breytast. Sum fyrirtæki eru fúsari til að taka fólk í hlutastörf en önnur. Hlutastörf henta heldur ekki öllum fyrirtækjum en til dæmis á Keflavíkurflugvelli hafa hlutastörf viðgengist lengi.“ Er eitthvað eitt frekar en annað sem veldur því að fólk dettur út af vinnumarkaðinum á Suðurnesjum? „Hér glímir fólk við andleg veikindi, stoðkerfis- vanda, afleiðingar af slysum og kulnunar- einkenni, rétt eins og annars staðar – ég held að þar sé enginn munur á. Mér þykir vænt um starf mitt hjá VIRK og tel það mikla gæfu fyrir samfélagið að hafa slíka starfsemi að leita til ef í harðbakkann slær.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Lárus Karl Ingason Mér þykir vænt um starf mitt hjá VIRK og tel það mikla gæfu fyrir samfélagið að hafa slíka starfsemi að leita til ef í harðbakkann slær. VIRK hefur unnið sér álit í samfélaginu og ansi margir þekkja einhvern sem farið hefur í gegnum starfsendurhæfingu hjá VIRK. Dr. Emile Tompa er framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstöð- var um stefnumótun í atvinnumálum einstaklinga með skerta starfsgetu (Centre for Research on Work Disability Policy (CRWDP)) sem er þverfaglegt framtak um fram- tíðarstefnumótun í atvinnumálum í Kanada. Hann er einnig prófessor við hagfræðideild McMaster háskólans í Kanada. EMILE TOMPA ÁVINNINGUR AF ÞÁTTTÖKU ALLRA Á VINNUMARKAÐI FANGAÐUR: Leiðin fram á við fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu og vinnumarkaður 21. aldarinnar Vandamál eða áskorun Hæfileikaríkt fólk er allt of oft úti- lokað frá jöfnum tækifærum og vali á starfsferli, störfum og vinnu vegna þess að það er „öðruvísi“. Þetta er oft raunin fyrir rúm 20% íbúa í þróuðum löndum sem eru einstaklingar með skerta starfsgetu. Fræðimenn skýra ítrekað frá því að þessi hópur hafi óhóflega lakari þátttöku á vinnumarkaði (Morris, 2019; Turcotte, 2014; Till o.fl., 2015), jafn- vel þótt þeir séu með viðeigandi menntun og vilja til vinnu. Þrátt fyrir viðleitni ríkis- stjórna og annarra hagsmunaaðila til að bæta atvinnustig þeirra er þátttaka þeirra á vinnumarkaði enn umtalsvert minni en einstaklinga með fulla starfsgetu – í Kanada er hún 59% samanborið við 80% (Morris o.fl., 2018). Meðal þeirra sem eru í vinnu eru margir enn fastir á byrjunarstigi, í láglaunaðri, ótryggri vinnu (Prince, 2014; Zarifa o.fl., 2015; ILO, 2011) – reynsla sem veldur óstöðugleika, skorti á vernd, óöryggi og félagslegu og efnahagslegu varnarleysi. Þessar áskoranir eru enn meiri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu úr jaðarsettum hópum, sem standa frammi fyrir auknum kerfisbundnum hindrunum þegar þeir leita sér að vinnu, m.t.t. kyns þeirra, kynhneigðar og/eða kynþáttar (Durst o.fl., 2016; Shaw o.fl., 2012). Lítil atvinnuþátttaka einstaklinga með skerta starfsgetu er verulegt félagslegt vandamál sem hefur afdrifaríkar afleið- ingar fyrir vinnumarkaði, áætlanir um félagslegt öryggisnet, efnahagslífið og samfélagið almennt. Til að skilja betur 34 35virk.is virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.