Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Blaðsíða 6

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2023, Blaðsíða 6
 VIRK Það er algengt að einstaklingar sem leita til VIRK glími bæði við andlegan vanda og stoðkerfisvanda. Þetta má t.d. sjá á mynd 3 sem inniheldur upplýsingar um það hvernig einstaklingar meta eðli þess heilsubrests sem þeir glíma við þegar þeir leita til VIRK. Heilsufarslegur vandi einstaklinga sem leita til VIRK er síðan oft margþættur og flókinn. Þetta kemur t.d. mjög skýrt fram í rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir VIRK í sam- starfi við sjúkrasjóði stéttarfélaga. Mynd 4 inniheldur upplýsingar úr þessari rann- sókn. Þarna voru einstaklingar sem fá sjúkradagpeninga frá sjúkrasjóðum stétt- arfélaga spurðir út í eðli veikinda sinna og þátttöku í starfsendurhæfingu hjá VIRK. Í ljós kom að þeir einstaklingar sem eru í starfsendurhæfingu hjá VIRK haka við fleiri sjúkdómaflokka og glíma frekar við andleg veikindi samanborið við þá sem ekki fóru í starfsendurhæfingu. Nánari umfjöllun um þessa rannsókn má finna á bls. 84. Fjárhagsleg staða einstaklinga sem leita til VIRK er oft á tíðum erfið. Þannig telja um 40% þjónustuþega VIRK sig eiga erfitt með að ná endum saman samanborið við 11% almennings. Um helmingur þeirra einstaklinga sem leita til VIRK telja að fjárhagsstaða fjölskyldu sinnar sé verri en fjárhagsstaða annarra fjölskyldna á Íslandi, þetta má sjá á mynd 5. Mikilvægi vinnu Þó einstaklingar sem leita til VIRK glími oft við margþættan heilsubrest og flókinn vanda þá telja þeir almennt mjög mikilvægt að vera í vinnu og atvinnuþátttaka skiptir þá miklu máli. Mynd 6 sýnir svör einstaklinga sem leitað hafa til VIRK og mat þeirra á mikilvægi þess að vera í vinnu en sam- kvæmt henni þá skiptir atvinnuþátttaka miklu máli í öllum aldurshópum. Þetta er í takt við reynslu og upplifun bæði ráðgjafa og sérfræðinga VIRK. Þrátt fyrir að einstaklingar sem leita til VIRK glími við margþættan og flókinn vanda þá er vinnumarkaðsþátttaka þeim mjög mikilvæg og með þátttöku í þjónustu VIRK þá stefna þeir markvisst að því að auka þátttöku sína og lífsgæði. Góður árangur VIRK á árinu 2022 Sjá má í umfjöllun og gögnum hér að fram- an að einstaklingar sem leita til VIRK glíma oft við flókinn og erfiðan vanda. En þrátt fyrir það þá hafa þeir mikinn vilja til að auka þátttöku sína á vinnumarkaði og flestir einstaklingar sem ljúka þjónustu hjá VIRK ná miklum árangri í starfsendurhæfingu og ná að verða aftur virkir þátttakendur á vinnumarkaði. Árangur af starfsemi VIRK á árinu 2022 var mjög góður og 85% einstaklinga sem luku þjónustu hjá VIRK fóru að einhverju leyti í vinnu, í atvinnuleit eða í nám við útskrift. Þetta hlutfall hefur aldrei verið svona hátt en það hefur oftast verið í kringum 79%. Aðrir mælikvarðar svo sem hlutfall stöðugilda með laun á vinnumarkaði benda einnig til þess að starfsemi VIRK hafi skilað miklum árangri á árinu 2022. Ástæður þessa góða árangurs eru margþættar. Nefna má gott ástand á vinnumarkaði en einstaklingum sem ljúka þjónustu VIRK hefur gengið betur að finna vinnu við lok þjónustu. Einnig er rétt að benda á það að hærra hlutfall einstaklinga sem kom til VIRK á árinu 2022 var ennþá á veikindalaunum hjá atvinnurekanda og því enn með vinnusamband við upphaf þjónustu sem bendir til þess að hærra hlutfall einstaklinga kemur fyrr til VIRK samanborið við fyrri ár. Almennt næst betri árangur í starfsendurhæfingu ef ein- staklingar koma fyrr í þjónustu og ná að halda vinnusambandinu á meðan þeir eru í þjónustu. Hér aftar í ársritinu má sjá yfirlit yfir ýmsa árangursmælikvarða á starfsemi VIRK. Rannsóknir og þróun Hjá VIRK er lögð mikil áhersla á faglega þróun og rannsóknir sem styðja við hana. Auk þess hefur VIRK bæði haft frumkvæði að og styrkt rannsóknir á sviði forvarna með það að markmiði að benda á aðferðir og leiðir sem geta komið í veg fyrir að einstaklingar þurfi á starfsendurhæfingu að halda. Hér aftar í ársritinu er fjallað um ýmsar rannsóknir sem VIRK hefur komið að í samstarfi við bæði fagaðila og sjúkrasjóði víða um landið. Þetta er þó aðeins brot af þeim verkefnum sem VIRK tekur þátt í. Innan VIRK er síðan stöðugt verið að leita leiða til að tryggja að þjónusta VIRK sé í takt við það sem best gerist bæði hérlendis og erlendis. Sérfræðingar VIRK eru duglegir að viðhalda þekkingu sinni og viða að sér þekkingu og reynslu víða að. Reglulega er síðan tölfræði innan VIRK rýnd með það í huga að greina ný tækifæri til þróunar og árangurs. Þekkingarsetur um kulnun hjá VIRK Þær Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir sálfræðingar og verk- efnastjórar hjá VIRK hafa frá árinu 2020 unnið að áhugaverðu rannsóknar- og þróunarverkefni um kulnun. Þetta verkefni er samstarfsverkefni VIRK og Háskólans í Reykjavík. Fyrstu niðurstöður er varða kulnun hjá þjónustuþegum VIRK út frá skilgreiningu WHO (Alþjóðaheilbrigðismál astofnunarinnar) hafa þegar verið kynntar og hafa vakið mikla athygli. Þar hefur m.a. komið í ljós að á meðan um 57% þeirra sem sækja þjónustu VIRK telja sig vera með einkenni kulnunar á árinu 2022 þá eru það aðeins um 6% þjónustuþega sem falla undir skilgreiningu WHO á kulnun þar sem kulnun er skilgreind sem „.... heilkenni sem er afleiðing langvarandi streitu á vinnustað sem ekki hefur tekist á árangursríkan hátt að ná stjórn á.....“. Þetta rannsóknar- og þróunarverkefni hefur meðal annars það markmið að þróa þjónustu VIRK þannig að við veitum öllum einstaklingum viðeigandi og árangursríka þjónustu út frá þeim aðstæðum sem þeir eru í hverju sinni. Markmiðið er einnig að hafa áhrif á umræðu um kulnun í samfélaginu þannig að hún verði í meira mæli fagleg og uppbyggileg. Næsta skref í þessu verkefni er að gera rannsókn á kulnun á vinnumarkaði út frá skilgreiningu WHO og út frá þeim þáttum sem hafa verið notaðir í rannsókninni innan VIRK. Þessi rannsókn er í undirbúningi og verður framkvæmd á þessu ári í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Það er óhætt að fullyrða að VIRK er í dag í fararbroddi rannsóknar- og þróunarvinnu á fyrirbærinu kulnun hér á landi og ákveðið hefur verið að stofna „Þekkingarsetur VIRK um kulnun“ sem er undir stjórn ofangreindra verkefnastjóra hjá VIRK. Þetta þekkingarsetur mun leiða alla umræðu og þróa faglega þjónustu VIRK hvað varðar kulnun allt frá forvörnum til starfsendur- hæfingar og atvinnutengingar. Markmiðið er að auka þekkingu, efla forvarnir, tryggja góða og faglega starfsendurhæfingarþjónustu og stuðla að faglegri og uppbyggilegri umræðu á þessu sviði í samfélaginu. Verkefni VIRK á sviði forvarna VIRK hefur hlutverk í forvörnum sam- kvæmt skipulagsskrá og hefur verið að efla þjónustu á því sviði undanfarin ár með ýmsum verkefnum, oft í samstarfi við aðrar stofnanir svo sem Vinnueftirlitið og Landlæknisembættið. Verkefni VIRK á þessu sviði hafa verið fjölbreytt og munu þróast og breytast til framtíðar eftir þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Hér aftar í ársritinu er gerð nánari grein fyrir þeim forvarnaverkefnum sem voru í gangi á árinu 2022. „Það má ekkert lengur“ Eitt af þeim verkefnum sem VIRK fór inn í af fullum þunga á árinu 2022 var mótun vitundarvakningar vegna kynferðislegrar Mynd 6 Mikilvægi vinnu hjá einstaklingum sem leita til VIRK Spurningin: Hversu mikilvægt er fyrir þig að vera í vinnu, ef 0 þýðir alls ekki mikilvægt og 10 mjög mikilvægt? 10 8 6 4 2 0 2021 2022 2023 Yngri en 30 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 7,9 8,4 8,7 8,6 8,07,8 8,3 8,6 8,4 7,6 8,2 8,4 8,8 8,5 7,8 Mynd 4 Ástæður fjarveru frá vinnu vegna veikinda Úr rannsókn Félagsvísindastofnunar í samstarfi VIRK og sjúkrasjóða nokkurra stéttarfélaga 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Voru í starfsendurhæfingu hjá VIRK Voru ekki í starfsendurhæfingu hjá VIRK Fjölveikindi (haka við a.m.k. 2 sjúkdómafl.) Haka við andlegan vanda / geðraskanir eingöngu Haka við aðra sjúkdóma eingöngu Haka við stoðkerfis- vanda eingöngu 71% 33% 64% 21% 29% 67% 36% 79% Mynd 3 Eðli heilsubrests einstaklinga sem leituðu til VIRK á árinu 2022 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Já, en ekki staðfestur af lækni / heilbrigðisstarfsmanni Já, staðfestur af lækni / heilbrigðisstarfsmanni Stoðkerfisvandi Aðrir sjúkdómarAndlegur vandi/ geðraskanir 12% 50% 69% 11% 39% 5% Mynd 5 Fjárhagsstaða einstaklinga sem leita til VIRK Svör einstaklinga sem leita til VIRK við eftirfarandi spurningu: Hversu vel eða illa fjárhagslega stæð telur þú að fjölskylda þín (þú og aðrir á heimilinu ef við á) sé miðað við aðrar fjölskyldur á Íslandi? 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2021 2022 Verr stæð Betur stæðÁlíka stæð 51% 51% 35%36% 14%13% 10 11virk.is virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.