Úrval - 01.04.1973, Blaðsíða 9
SVONA LIFA INDÍANARNIR
7
sjálfsánægðu ferðalanga dettur I hug,
að þetta fólk, sem kemur svo
„ókunnuglega” fyrir sjónir, er nær þvi
að vera fulltrúar hins „dæmigerða
heimsbyggja” en hvltir alls-
nægtaibúar úthverfanna. í rauninni
þarf maður ekki flókinn samanburð,
til að gera sér ljóst.að bandariskur
Indjáni, sem býr á v.erndarsvæði (að
auki búa um 200,000 Indjánar I
stórborgum), er nær þvl að vera
fulltrúi hins „almenna” heimsbyggja
en nokkur fjáður úthverfabúi — hver
sem þjóðfræðilegur uppruni hans er.
Lítum á fáein öfgalaus
samanburöaratriöi. Þetta vernd-
arsvæði Navajoindjánanna er
hið stærsta og fjölbýlasta af hinum 300
verndarsvæðum Indjána I
Bandarikjunum. (t Kanada eru einnig
u.þ.b. 50 verndarsvæöi). Hér eru
meðaltekjur á mann undir 900
dollurum á ári, en samsvarandi tala I
Bandarikjunum er 3,900 dollarar.
Augljós mismunur, sem nemur meira
en fjórum á móti einum. Atvinnuleysi
er 65 prósent á Navajo verndar-
svæðinu og allt upp I 90 prósent
annarsstaöar. 1 heild er atvinnuleysi
Indjána tiu sinnum meira en meðallag
i Bandarikjunum. Navajoarnir njóta
aðeins 5 ára reglulegs náms, þegar
meðaltalið I Bandarikjunum er 12 ár.
Aðeins 8,4 prósent af öllum
heimilum Navajoanna hafa
innandyrapipulagnir, miðað við 81,8
prósent þjóðarmeðaltal. Indjánar eru
eini þjóöflokkurinn, sem nær eingöngu
hefur ofan af fyrir sér meö sveita-
búskap, scm alRof oft er ekki annaö en
einskonar skuggatilvera.
Llfsafkoma Navajoanna byggist
einkum á tvennu: Sauðfjárhaldi og
nautgriparækt.
Af þessum tölulegu staöreyndum
kemur fram mynd svipuð vanþróuðum
þjóðfélögum um allan heim. Þótt
ræktun, byggingarefni eða tungumál
séu ef til vill mismunandi (sjálfir tala
bandariskir Indjánar 300 mismunandi
tungur), er lifsafkoman nær þvi aö
vera sú sama og kinversks bónda,
afrisks Búskmanns eða frumbyggja
Astralfu, fremur en hjá velstæðum
Bandarikjamönnum af engilsaxnesku
kyni eða hvitum Evrópumönnum.
Viðhorf Navajoanna spegla einnig
einhverskonar „heimsbyggja”. Þeir
lita á sjálfa sig eins og aðrir
frumstæöirþjóðflokkar. A Navajomáli
nefna þeir sig Dinéh, sem þýðir
„Þjóöin”. Aörir sambærilegir þjóð-
flokkar eiga einnig I málum sinum orð,
sem ákvarða ættflokka þeirra
„miðdepil” heimsins og alla aðra
„framandi” eöa „útlendinga”.
Krepptir milli tveggja heima
Einn stór munur er á bandariskum
Indjánum og flestum öðrum
frumstæðum þjóðfélögum. Indjáninn
er krepptur milli tveggja heima. Hann
lifir i örbirgð mitt á meöal allsnægta.
Hann er eins og „útlagi I eigin landi”,
þar sem hann sér glitrandi allsnægtar-
veröld rétt handan götunnar, en sem
hann fær ekki höndlað.
Hann er fórnarlamb „menningar-
togstreitu”, sem hann hefur litið vald
yfir. Annarsvegar heldur hann fast við
forna siði ættbálksins og stundum sln
upprunalegu trúarbrögð. A hinn
bóginn verður hann að tileinka sér
aðferðir hvita mannsins, til að veröa
samkeppnisfær. En vegna þess að
hann skortir þjálfun og menntun hinna
hvitu, finnur hann sig standa þeim
langt aö baki. Yfir hann riða eins og
lost: doði, áhugaleysi, og efasemdir.
Gjarna hugleiðir hann sem svo: , ,Hver
er ég? A hvaöa leið er ég? Er tilgangur