Úrval - 01.04.1973, Side 17
HINN ÓGLEYMANLEGI RALPH BUNCHE
15
en hann haföi, fyrstur blakkra manna
verið skipaöur I æðri stööu hjá
bandarlsku utanrikisþjónustunni. En
upphaf æfilangrar vinátt)í okkar var,
þegar við komumst aö raun um sam-
eiginlegan áhuga á iþróttum. Eitt sinn
seinna, þegar viö vorum báöir hjá
Sameinuðu þjóðunum (en hann varð
einn af aðstoðarframkvæmdastjórum
stofnunarinnar), þá sá ég hann vera
viðstaddan umræður á Allsherjar-
þinginu, þar sem eftir svipnum að
dæma hann fylgdist með af mikilli at-
hygli. Ég aftur á móti vissi að
heyrnartól hans voru stillt á
Utvarpslýsingu á „baseball” kappleik.
Astæðan fyrir þvi, að ég vissi þetta var
sti, að hann lét mig jafnóöum Vita
hvernig leikar stóöu. Frá skrifstofu
sinni I byggingu Sameinuöu þjóðanna,
leit Bunche yfir okkar ófullkomna
heim, með sinum djúpa mannlega
skilningi. „Ég hef djúpstæða andúð á
hatri og skilningsleysi”, sagði hann
eitt sinn „andúð á ófriði. Ég þrái frið.”
„Ég trúi þvi, aö ekkert vandamál og
engin misklið, sem upp kemur milli
manna, sé óleysanlegt”.
Þrátt fyrir það, aö hann héldi þvi
fram, að hörundslitur hans hefði engin
áhrif á störf hans, getur það vel veriö,
aö hann hafi veriö ein aðalorsökin,
fyrir þvi hve góöur samningamaður
hann var. Uppeldi hans sem negra I
Baijfiarikjunum myndaði þá skel,
sem umiukti hans eigin persónu, en
virðist llka hafa kennt honum þolin-
mæði og myndað meö honum hæfi-
leika tii að skilja og komast I sam-
band við aðra og ólika kynstofna,
umfram aðra menn.
Til dæmis var það eitt sinn, á meðan
styrjöldin i Biafra stóð yfir, að þrir
stúdentar frá Biafra ruddust inn I
skrifstofu hans hjá Sameinuðu
þjóðunum og hugðust setjast þar i
mótmælaskyni. Oryggisveröir stofn-
unarinnar komu á vettvang og
ætluðu að færa innrásarmennina burt
með valdi en slikt ofbeldi vildi Bunche
ekki þola. „Ég hef staöiö I svona
löguöu sjálfur” sagði hann, en hann
tók þátt I, á sinum tima, aögerðum til
aö vekja athygli á mannréttinda-
baráttu svertingja I Bandarikjunum.
„Látið ykkur líða vel, en þið verðið að
hafa mig afsakaðan þó ég haldi áfram
við vinnu mína.” Eftir að hafa látið
senda eftir samlokum fyrir hina þrjá
stúdenta, sem voru glorsoltnir, hélt
hann sallarólegur áfram að lesa fyrir
bréf, talaði i simtækið og vann sln
venjulegu störf. Nokkrum klukku-
stundum síðar yfirgáfu stúdentarnir
frá Biafra skrifstofu har.s, i'riö-
samlega og ótilneyddir. „Þetta eru
ágætir krakkar, þau hafa skoðanir. en
ég treysti þeim”, sagði Buncleseniiia
um þetta atvik.
Ralph J. Bunche var geysilegur
vinnuþjarkur. Hann var fyrsti maöur
upp á morgnana og yfirgaf skrif-
stofuna siöastur manna á kvöldin.
Stundum vann hann langt fram á nótt.
Þegar ófriölega horfði og erfiðleikar
steðjuðu að I alþjóðamálum, lét hann
sig ekki muna-um að vinna aö verk-
efnum sinum nótt og dag. Eitt sinn,
þegar Bunche var að lesa ritara sinum
fyrir skýrslu, sem leggja átti fyrir á-
riðandi fund hjá öryggisráðinu, leið
yfir vesalings ritarann af tómri
þreytu. Bunche lét sér ekki bregða,
heldur aðstoðaði ritarann við aö
setjast 1 hægindastól, gaf henni
konlaksstaup til hressingar og hélt ó-
trauður áfram að lesa henni fyrir.
Dramb og hleypidómar.
Ralph Johnson Bunche, eins og hann
hét fullu nafni fæddist i Detroit, árið
1904. Hann missti báða foreldra sina