Úrval - 01.04.1973, Side 18
16
ÚRVAL
árið 1917 og tók móöur amma hans
hann þá aö sér og ól upp. Frú Luey
Johnson, sem var bæði stolt og hreykin
af uppruna sinum og kynþætti, brýndi
fyrir honum að reyna ávallt aö haga
sér vel og halda fullri sjálfsviröingu.
„Láttu aldrei neinn niöurlægja þig”.
Hún sá um að hann stundaði nám sitt,
þvi hún var ákveðin i, aö dóttursonur
hennar færi í menntaskóla. Þaö tókst
henni og hann hlaut námsstyrk til aö
stunda nám viö Háskólann i
Kaliforniu, en þar lék hann í körfu-
knattleiksliöi skólans, sem vann þrjá
meistaratitla, auk þess sem hann vann
fyrir sér sem dyravörður og dúk-
lagningamaður. Hann lauk þaöan
prófi meö hæstu einkunn. Hann var
fyrsti negrinn, sem lauk prófi með
Ph.D. (philosophieae doctor) gráðu i
stjórnvisindum frá Harvard háskóla.
Hann starfaði siöan við Howard
University i Washington en það var
háskóli fyrir negra eingöngu. Þar
kvæntist hann fyrrum nemanda
sinum, Ruth Harris frá Alabama. Arið
1940 hóf hann störf i sambandi við hina
stórkostlegu rannsókn Gunnars
Myrdal á negrunum i Bandarikjunum.
Hann var hrakinn úr einni borg i
Suðurrikjunum og slapp naumlega við
að vera tekinn af lifi án dóms og laga i
annarri, þegar hann vann við að
spyrja hvita menn um kynferðisleg
samskipti milli hvitra og svartra. A
kynþáttasviöinu gekk litið betur i
höfuðborginni Washington. Hann
keypti sér ibúöarhús i hverfi, þar sem
báðir litarhættir bjuggu, en þó
barnaskóli væri þar rétt frá, varð hann
að senda dætur sinar i skóla, sem var
'æplega 5 kilómetrn i burtu. Þrátt fvrir
þessa bitru revnslu, var Bunche of
gáfaður og bjartsýnn til þess að láta
hugfallast. Hann varð hægri hönd
þriggja fvrstu aðalritara Sameinuðu
þjóðanna, þeirra Tryggve Lie, Dag
Hammerskjöld og U Thant. En sá
siðastnefndi lauk miklu lofsorði á hann
og taldi hann vera nokkurs konar
„alþjóðlega stofnun i eigin persónu”.
Auk þess var hann nokkurskonar
skriftafaðir starfsfólks Sameinuðu
þjóðanna. 1 eitt skipti þurfti Adlai
Stevenson, sendiherra Bandarikjanna,
að biða góða stund við dyr skrifstofu
hans, á meöan hann leiðbeindi ungri
vélritunarstúlku, sem hafði leitað ráða
hjá honum.
Treyst til að leysa vandann.
Hvað eftir annað var Ralph Bunche
sendur til þeirra staða i heiminum, þar
sem vanda bar að höndum. Arið 1948
var það eins og áður sagði Palestinu-
deilan. Siöan þegar Bretland,
Frakkland og Israel réðust á Egypta-
land, undir þvi yfirskini að tryggja
óbreyttlandamæri á þeim slóðum, þótt
raunveruleg ástæða væri sú, að
tryggja alþjóðlega stjórn Suez-
skurðarins. Boðað var til skyndifundar
I Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna og
þá lýsti Bunche yfir, að Sameinuðu
þjóðirnar yrðu að finna friösamlega
leið til þess að fá Breta og Frakka til
aðyfirgefa Egyptaland. „Ég stakk þvi
upp á, og öryggisráðið samþykkti þá
tillögu mina, að komið yrði á fót
gæzlusveitum á vegum Sameinuðu
þjóöanna, til að sjá um að vopnahléið
væri virt og koma i veg fyrir stöðug
átök milli Egypta og Israelsmanna.
Þvi fór þó fjarri, að hugmyndin væri
upphaflega min. Bunche fór fram á
við öryggisráðið, að komið yrði á fót
gæzlusveitum árið 1948. Eini
munurinn var, að 1956 var grundvöllur
fyrir samþykki slikrar tillögu, að
nokkru vegna þess, að þá gátu Bretar
og Frakkar orðið sér út um átyllu til að
hverfa á brott úr Egyptalandi mcð